Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 118
Faðirinn átaldi sex ára gamla dóttur sína fyrir
yfirsjón einhverja og varð henni þá að orði: — Þú
skalt nú ekki halda það, pabbi, að þú hafir leyfi til
að vera ruddalegur við allt kvenfólk, þó þú sért gift-
ur henni mömmu.
— Er ekki konan þín ákaflega reglusöm?
— Jú, í meira lagi. Regla hennar er þessi, að þú
getur fundið hvað sem þig vantar, þegar þig vantar
það ekki, á þeim stöðum, sem það mundi ekki vera,
ef þig vantaði það.
— Hvernig líkaði konunni þinni demantsnælan, sem
þú gafst henni í afmælisgjöf?
— Alveg prýðileg'a. Hún var ósköp eftirlát nokkra
daga á eftir, en nú er hún orðin eins og hún á að sér.
Unglingur einn júðakyns lét svo um mælt, að sig
langaði ekkert að fara til himnaríkis, síðan faðir
sinn hefði sagt sér, að öll verzlun væri farin fjand-
ans til.
Sveitamaður einn þurfti að síma, en kunni litt til
þessarar listar og heppnaðist ekki að ná i rétt sam-
band. Einhver nærstaddur réði honum til að tala
hærra. — Hærra! gall hinn við. Ef ég færi að hafa
öllu hærra, þá held ég, að ég þyrfti ekki á þessu
skrambans tóli að halda.
Bóndi nokkur vakti fólk sitt að morgni dags um
sláttinn með þessum orðum. — Flýtið ykkur nú.
Iílukkan er sex, farin að ganga sjö, bráðum orðin
átta.
Maður nokkur mætti á förnum vegi vitfirringi, er
sloppið hafði af Kleppi. Manninum leizt ekki á blik-
(116)