Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 121
um eina •wiskýflösku og þar með fer hann. Ætli það
sé ekki munur?
írlendingur nokkur tók þátt í uppþoti í bæ einum,
þar sem tveir flokkar börðust, og var tekinn höndum
og spurður, hvorum flokknum hann fylgdi. Hann var
W hér öllum ókunnugur og úr vöndu að ráða, því ekki
liafði hann hugmynd um það, hvers flokks menn það
voru, sem náð höfðu honum á vald sitt, en þarna hóp-
uðust þeir kringum hann, vopnaðir bareflum, múr-
steinum, mykjukvíslum og öðru því, er næst hafði
legið hendi. Er liann liafði virt þá fyrir sér stundar-
korn, mælti hann: — Mér er éngin launung á því, að
ég er sömu trúar og skoðunar og flokksbróðir minn,
þessi þarna með stóru öxina.
Regluboði nokkur var ekki með öllu óhræddur um
sjálfan sig fyrir áheyrendum sínum og leigði sér
b gamlan hnefaleikamann til þess að halda uppi reglu
á fundinum. Ræðu sína byrjaði hann með brennandi
orðum á þessa leið: — Hvað er það, sem vér þörfn-
umst, er vér komum heim eftir strangt dagsverk?
Hvers þörfnumst vér til þess að létta okkur byrðarn-
ar, gleðja hjörtu vor, tendra hamingjubros á vörum
, vorum og leggja oss fegins ljóð á tungu? Hér tók
liann sér málhvíld til áherzlu orðum sínum. Gellur
þá við raust þess, sem friðarins skyldi gæta: — Gætið
að því, að fyrsti dóninn, sem nefnir „snaps“, skal
fljúga eins og skot niður stigann.
—- Og þið skemmtuð ykkur vel, sagði maður einn
við kunningja sinn, sem verið hafði um viku tíma á
laxveiðum með þremur félögum sínum. — Hvort við
skemmtum okkur? Ég hefði nú haldið það. Við sem
fengum fimmtán krónur fyrir tómu flöskurnar.
(119)