Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 75
þess skyldi kjósa sex þingmenn til efri deildar með
hlutbundnum kosningum (landskjörnir þingmenn). í
þriðja lagi var Islendingum leyft að hafa staðar-
fána heima fyrir, en danski fáninn.skyldi enn blakta
á opinberum byggingum og á skipum. Stúdentafé-
lagið og ungmennafélögin höfðu staðið saman um
bláhvíta fánann, sem Einar Benediktsson hafði ort
um hið fagra kvæði: „Rís þú unga íslands merki“,
en á móti höfðu staðið margir menn, sem undu vel
við danska fánann, eða hafði mislíkað að vekja inn-
lenda fánahreyfingu. í umbrotum þeim, sem orðið
höfðu um „fyrirvara“ og „eftirvara" á Alþingi, var
að lokum samþykkt að fela konungi að ráða fána-
gerðinni. Dönum var illa við bláhvita fánann og
töldu hann vera uppreistarmerki. Ákvað konungur
nú að setja skyldi rauðan kross innan í bláhvita
fánann, og yrði það framtíðarfáni íslendinga. Þeim
hluta landsmanna, sem barizt höfðu fyrir sérstökum
þjóðfána, líkaði þessi niðurstaða miðlungi vel. Töldu
þeir, að rauði liturinn innst í fána íslendinga væri
sýnilega sambandsmerki og gert til að bjarga ein-
hverju úr fána Dana inn í þjóðernistákn íslendinga.
Kosningar samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá
skyldu fara fram sumarið og haustið 1916. Þá komu
fram í fyrsta sinn tveir nýir flokkar, Verkamanna-
flokkurinn og Bænda- eða Samvinnuflokkur. Upp úr
hinum síðarnefndu samtökum myndaðist i ársbyrj-
un 1917 Framsóknarflokkurinn. Verkamenn komu
að einum fulltrúa i Reykjavík liaustið 1916, með
stuðningi framsóknarmanna og „þversum“-flokks-
brotsins, sem hafði töluvert fylgi i bænum. Fram-
sóknarmenn fengu Sigurð Jónsson í Yztafelli kosinn
á landslista, og unnu nokkur sveitakjördæmi um
haustið. Þegar til þings kom um áramótin 1916—17,
var Heimastjórnarflokkurinn stærstur. Þá komu
„þversum-menn“. Framsóknarmenn voru hinir þriðju
i röðinni. „Langsum" voru ekki orðnir nema þrír,
(73) 4