Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 45
Mjólkurframleiðsla óx stórum og náði nær 20 millj.
lítra í mjólkurbúunum (aukning þar 27%). Útflutn-
ingur mjólkurafurða var litill að vanda, þó nálægt
200 smál. osta til Þýzkalands. Matjurtaræktun gafst
ágætlega yfirleitt, sbr. Árferði. Af nýjungum má
einkum minna á gróðurreiti undir gleri. Þeir voru
á árinu orðnir um 1 ha að flatarmáli samtals.
Refaeign landsmanna var um haustið yfir 8 þús.
dýr. Hafði silfurrefastofninn aukizt um rúm 50% á
árinu, en blárefastofninn nálega um 100%. Refa-
sýningar voru meiri en fyrr. Einnig fjölgaði öðrum
loðdýrum (merðir urðu 4700). Skinnaverð varð að
samantöldu miklu lægra en 1938, og marltaður lokað-
ist siðan vegna styrjaldar.
Bjartsýni gætti nokkuð um vorið í verklegum fram-
kvæmdum, en hækkandi verðlag og strið, þegar haust-
aði, drógu úr. I april var hafin fyrirhleðsla Þverár
við Háamúla samkvæmt 5 ára áætlun.
Byggingar í sveitum voru með meira móti bæði
1938 og 1939, rúm 200 íbúðarhús hvort árið, og kost-
uðu að meðaltali 8 þús. kr. 1938, en 8,5 þús. 1939
(hækkun á erlendu efni). Af húsunum 1939 voru
188 steinhús, flest ein hæð eða hæð og kjallari. í
Reykjavík var hafin bygging 40 verkamannabústaða
í Rauðarárholti og unnið að húsi háskólans, en ann-
ars starfað með minna móti að nýbyggingum, og svo
var víðast í kaupstöðum. í Hafnarfirði var reistur
hluti af klaustri Karmel-systra.
Byrjað var á hitaveitu Reykjavíkur. Notkun raf-
magns óx mjög. Rafstöð Akureyrar við Laxárfossa
lók til starfa 14. okt. og gat framleitt 2 þús. hest-
öfl (hús og pípur fyrir 4—5 þús.), kostaði 3 millj.
kr. Rafveitur til almenningsþarfa i kaupstöðum og
kauptúnum voru alls 39, og 19—21 af þeim, einkum
hinar smærri, notuðu olíuhreyfla fyrir orkugjafa.
Samanlögð orka stöðvanna nam 22,8 þús. hestöfl-
um, þar af 1,4 þús. framleidd með oliuhreyflum.
(43)