Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 86
frá kosningum 1927. Þá var Alþýðuflokkurinn i sam-
starfi með þeim. Nú voru sjálfstæðismenn og al-
þýðuflokksmenn i ákveðinni samvinnu móti Fram-
sóknarflokknum. Þessi aðstaða varð þó ekki jafn
bagaleg liðsmönnum Tryggva Þórhallssonar eins og
við hefði mátt búast. Foringjar Alþýðuflokksins höfðu
gert þetta nýja bandalag, án þess að spyrja sam-
flokksmenn utan þings til ráða og þeir voru yfir-
leitt mótfallnir þessari stefnubreytingu. Frá því Al-
þýðuflokkurinn hóf starf sitt, hafði liðsmönnunum
verið prédikað, að sjálfstæðismenn væru aðalandstæð-
ingar þeirra. Af þessum orsökum var sókn Alþýðu-
flokksins hvergi nærri jafn hörð eins og venja var
til. Þeir drógu sig' i hlé við þessar kosningar, og enn
aðrir studdu framsóknarmenn. Auk þess var mörg-
um sjálfstæðismönnum í sveitakjördæmum mjög ó-
ljúft að rýra veldi héraðanna í kosningamálum.
Kosningin var 12. júni vorið 1931. Þvert á móti
því, sem við mátti búast, vann Framsóknarflokkurinn
mikinn kosningasigur og hafði í fyrsta og eina sinn
meiri hluta á þingi, en ekki i báðum deildum. Al-
þýðuflokkurinn tapaði þingsætum og sjálfstæðis-
menn höfðu að svo komnu engan árangur af sam-
starfinu. Ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar fór enn
með völd i eitt ár, þar til vorið 1932.
Jón Þorláksson og Jón Baldvinsson höfðu að vísu
beðið hneklti i bili, en þeir réðu yfir einu handhægu
vopni. Þeir höfðu sameiginlega stöðvunarvald í efri
deild. Og á vetrarþingi 1932 lýstu þeir þvi yfir, að
þeir mundu ekki láta nokkur tekjuöflunarlög ná
fram að ganga, nema Framsóknarflokkurinn kæmi
til móts við þá í kjördæmamálinu. Framsóknarmenn
voru ekki á eitt sáttir um málið, enda var í aðsigi
klofningur i flokknum. Hér um bil þriðjungur flokks-
ins vildi freista að ná samkomulagi við andstæðing-
ana, en tveir þriðju hlutar framsóknarþingmanna
töldu sig ekki hafa heimild til að slá af kröfum kjós-
(84)