Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 117
óþvegnum orðum reikningsskapar fyrir svikin, en í
stað þess að glúpna við, verður vörðurinn ærið bros-
leitur. — Synd væri að segja, að þér kynnuð ekki að
kveða að því, en þó komist þér ekki i hálfkvisti við
náungann, sem ég fleygði út úr lestinni í Nottingham
i nótt.
Húsmóðirin hneiksluð: — Littu nú á þennan skáp,
Jósepína. Það held ég rykið á honum sé að minnsta
kosti sex vikna gamalt.
Jósepina: — Ekki er það þó mér að kenna. Ég er
nú ekki búin að vera hér nema mánuð.
Anna litla hafði sætt áminningu af föður sínum
fyrir óþægð. Þegar hún var háttuð um kvöldið, baðst
hún fyrir á þessa leið: — Ég bið þig, guð, að gefa ekki
pabba fleiri börn. Hann sem kann ekki að haga sér
við þetta eina, sem hann á.
Sjómenn nokkrir voru að ræða um það sin á milli,
hvers þeir myndu óska sér, ef þeir ættu þrjár óskir.
Segir þá einn þeirra: — Fyrst myndi ég óska þess,
að ég ætti allt brennivin, sem til er í veröldinni, í
öðru lagi allt tóbak. — Nú, en hver er svo þriðja
óskin, segir einn, sem viðstaddur var. — Meira brenni-
vín, svaraði maðurinn.
— Það er ruddalegt af eiginmanni að sofna, meðan
konan hans er að tala — en einhverntima verður
samt maðurinn að sofa.
— Þakltaðu nú fyrir matinn, Jónsi minn, sagði
mamma lians, þau voru gestkomandi. Þakkaðu nú
fallega fyrir þig.
Jón, drumbslega: — Takk!
Móðir hans: — Þetta var nú lítið þakklæti.
Jón: — 0, þetta var svo sem enginn matur.
(115)