Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 65
stefnu Hilmars Finsens um gætilega fjármálastjórn
og jók viðlagasjóðinn ár frá ári og það engu síður,
þótt liarðindi gengu yfir landið. Þeirri kynslóð, sein
tók við fyrsta stjórnfrelsinu, var annt um að láta
ekki hrakspár Dana rætast, en þeir þóttust vissir um,
að fslendingar mundu aldrei geta staðið á eigin fót-
um i fjármálum, nema með stuðningi Dana. Magnús
Stephensen stýrði landinu i þessum vanda. Hann var
íheldinn, en trúði á framtið landsins, og á hans stjórn-
artíð byrjuðu margþættar framfarir, sem afleiðing
hins nýja þjóðfrelsis. Magnús Stephensen varð fyrir
því óhappi að hefja óverðskuldaða réttarrannsókn á
einn mesta skörung, sem þá var i stétt íslenzkra sýslu-
manna, Skúla Thoroddsen. Var Skúli mjög harðsnú-
inn í sjálfstæðisbaráttunni móti Dönum, og mun
Estrupsstjórnin ekki hafa viljað hlíta slíkum mót-
gangi. Fóru svo leikar, að Skúli Thoroddsen vann
að mestu leyti mál sitt við rikistjórnina og hafði
landshöfðingi skapraun og álitshnekki af þeim við-
skiptum. En fáum árum síðar vann hann mikinn
og eftirminnilegan sigur á Alþingi í sambandi við
stofnun íslandsbanka. Vildu fylgismenn hans láta
leggja Landshankann niður og afhenda útlendu gróða-
félagi einkarétt á allri peningaverzlun landsins um
langa stund. Þetta þótti landshöfðingja of örar fram-
farir og tókst að bjarga Landsbankanum við atkvæða-
greiðslu i efri deild. Upp af þeim stofni reis siðan
hinn endurfæddi Landsbanki, sem þjóðbanki íslend-
inga. Landshöfðingjaembættið var lagt niður í árs-
byrjun 1904. Magnús Stephensen lifði eftir það all-
mörg ár embættislaus og andaðist háaldraður og
saddur lífdaga 1917.
Meðan Estrupsstjórnin sat að völdum í Danmörku
og beitti kúgun og einræði við landa sina, var svo
sem vænta mátti þvertekið fyrir allar frekari frelsis-
kröfur íslendinga. En um aldamótin 1900 var íhalds-
flokkurinn danski orðinn svo fámennur og óvinsæll,
(63)