Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 65

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 65
stefnu Hilmars Finsens um gætilega fjármálastjórn og jók viðlagasjóðinn ár frá ári og það engu síður, þótt liarðindi gengu yfir landið. Þeirri kynslóð, sein tók við fyrsta stjórnfrelsinu, var annt um að láta ekki hrakspár Dana rætast, en þeir þóttust vissir um, að fslendingar mundu aldrei geta staðið á eigin fót- um i fjármálum, nema með stuðningi Dana. Magnús Stephensen stýrði landinu i þessum vanda. Hann var íheldinn, en trúði á framtið landsins, og á hans stjórn- artíð byrjuðu margþættar framfarir, sem afleiðing hins nýja þjóðfrelsis. Magnús Stephensen varð fyrir því óhappi að hefja óverðskuldaða réttarrannsókn á einn mesta skörung, sem þá var i stétt íslenzkra sýslu- manna, Skúla Thoroddsen. Var Skúli mjög harðsnú- inn í sjálfstæðisbaráttunni móti Dönum, og mun Estrupsstjórnin ekki hafa viljað hlíta slíkum mót- gangi. Fóru svo leikar, að Skúli Thoroddsen vann að mestu leyti mál sitt við rikistjórnina og hafði landshöfðingi skapraun og álitshnekki af þeim við- skiptum. En fáum árum síðar vann hann mikinn og eftirminnilegan sigur á Alþingi í sambandi við stofnun íslandsbanka. Vildu fylgismenn hans láta leggja Landshankann niður og afhenda útlendu gróða- félagi einkarétt á allri peningaverzlun landsins um langa stund. Þetta þótti landshöfðingja of örar fram- farir og tókst að bjarga Landsbankanum við atkvæða- greiðslu i efri deild. Upp af þeim stofni reis siðan hinn endurfæddi Landsbanki, sem þjóðbanki íslend- inga. Landshöfðingjaembættið var lagt niður í árs- byrjun 1904. Magnús Stephensen lifði eftir það all- mörg ár embættislaus og andaðist háaldraður og saddur lífdaga 1917. Meðan Estrupsstjórnin sat að völdum í Danmörku og beitti kúgun og einræði við landa sina, var svo sem vænta mátti þvertekið fyrir allar frekari frelsis- kröfur íslendinga. En um aldamótin 1900 var íhalds- flokkurinn danski orðinn svo fámennur og óvinsæll, (63)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.