Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 46
Einkarafstöðvar skiptu hundruðum og voru flestar
í Skaftafellssýslum og Suður-Þingeyjarsýslu, fæstar
að tiltölu í Skagafirði og Vestfirðingafjórðungi (nema
allmargar í Barðastrandarsýslu).
Ferðamenn og flug. í júlí var hér margt gesta frá
Norðurlöndum (mót námsmanna, hjúkrunarkvenna,
Viggbyholmara), og siðar á sumri fjölmenntu þaðan
kennarar og blaðamenn. Norrænir fornleifafræðing-
ar unnu að fornleifagrefti, aðallega í Þjórsárdal.
Próf. Halldór Hermannsson, Ithaca, flutti háskóla-
fyrirlestra í sept. um Vínlandsferðir, en próf. W. H.
Vogt, Kiel, um heiðna trúarsögu. H. Nilsson Ehle,
forstöðumaður tilraunastofnunarinnar í Svalöf á
Skáni, flutti í júni fyrirlestra í Rvík um jurtakynbæt-
ur. En áður um vorið fluttu tveir danskir prófessorar
háskólafyrirlestra, L. Hammerich í germönskum
fræðum og P. Skautrup um danska tungu. Skemmti-
skip komu flest hin sömu og árið áður. Innan lands
var mikil hreyfing til aukinna ferða um landið. „Far-
fuglar“ munduðu í ársbyrjun fjölmenn félög meðal
skólafólks og fleiri, og voru 7 þús. manns gengin í
samtökin um vorið. Háfjallanámskeið fyrir innlenda
ferðamenn var haldið 25. júlí—6. ágúst. Svifflug var
stundað með árangri (flugsýning 30. júlí).
Til veðurathugana komu hingað þrír Þjóðverjar 20.
marz ásamt sendinefnd, sem kom fram af hálfu Luft-
hansa-félagsins til að semja um flugferðir milli
Þýzkalands og íslands. Ríkisstjórnin hafnaði samn-
ingum. Rússneskur flugmaður, Kokkinaki, flaug 28.
apríl um ísland vestur til Bandaríkja Ameríku.
Félög og stofnanir. Afmæli áttu m. a. kvennaskól-
inn á Blönduósi, 60 ára (hátíð í júní), búnaðarskól-
inn á Hvanneyri, 50 ára (hátið seint í júní), kaup-
félag Skagfirðinga, 50 ára, stéttarsamlök ísl. kennara,
50 ára (hátíð i júní). — ísland tók þátt í heimssýn-
ingu í New-York, og skoðuðu meir en tvær millj.
manna sýningarskála þess. Nokkrir íslendingar, er að
(44)