Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 114
ing feðra sinna, og í öllu eru þeir fastheldnir viö
gamla háttu og tala allgott mál.
II. Úr Tjarnar- og Urðasóknum í Svarfaðardal.
(Lýsingin er rituð 1840 af sóknarprestinum, séra Árna
Halldórssyni).
Móskurð eður svörð er í mjög fáum stööum að
finna; verða þvi bændur að brenna kindataði sinu;
hér og hvar eru brúkaðar færikviar, með litlum arði.
Mjög óvíða hefir, síðan ég hér kom, verið haldið upp á
kartöflu- og ltálgaröa, þvi það hefir fyrir illviðrum
ekki getað lukkazt, þar hartnær stórhríðar með fann-
fergjum hafa stundum yfir fallið um hásumarið, svo
kýr hafa mátt sitja inni hálfan mánuð, og lika lengur
fram til dala. Engin sérleg náttúrugæði get ég upp-
spurt fundizt hafi í dal þessum, hvorki steinkol né
surtarbrandur, en fjallagrasa tining er i honum i
flestum stöðum að finna. ... Mikið er hér oft vetrar-
riki, og því útbeitarlitið á vetrardag fyrir sauðfé,
sem þess vegna er i flestum stöðum örfátt. Virðist
mér því kýr og sjóarafli, sem sóttur er með góðu fylgi,
enda framan af fremstu bæjum i dalnum, vera helzti
bjargræðisvegur bænda ... Sumir stunda vefnað á
vetrum, sem ekki eru með smiðar eða veiðarfæra tó.
Eru þeir flestir hægferðugir og kyrrlátir, engir út-
brota- né áræðismenn til merkilegra fyrirtekta,
margir góðir sjósóknarar, og róa þeir sumir i hákarla-
ver vestur á Siglunesi; engir glaðværðarmenn, engir
glímumenn, engir hljóðfæraslagarar og gera sér fátt
til skemmtunar; margir kunna þeir á skíði; margir
eru vel hagir, bæði á tré og járn og lika staupa-
smíði,1) sem þeir hafa lært af sjálfum sér og hver
af öðrum, og selja sumir þeirra smíðar sinar til ná-
lægra plássa.
1) Mun vera s. s. steypusmíði, þ. e. koparsmíði.
(112)