Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 112
Úr aldargömlum sóknalýsingum.
Sigurjón Jónsson, fyrrv. héraðsl., ritaði upp.
: r .7j
[Fyrir fullum 100 árum, 25. ágúst 1838, var á fundi
i Kaupmannahafnardeild Hins islenzka bókmenntafélags
kosin nefnd til að viða að efni og undirbúa til prentunar
lýsingu á fslandi, er félagið gæfi út. Átti skáldið og
náttúrufræðingurinn Jónas Haligrímsson frumkvæði að
þessu. Nefndin skrifaði meðal annars öllum prestum á
landinu og mæltist til, að hver þeirra sendi henni lýs-
ingu á sinu prestakalli. Sendi hún hverjum þeirra 70
spurningar í þessu skyni; voru þær um landslag, atvinnu-
vegi og hlunnindi, vinnuhrögð, iþróttir, skemmtanir, upp-
lýsingu, siðferði og trúrækni, heilbrigðismál og margt
fleira. Langflestir prestanna sýndu lit á að svara fleiru
eða færru af þessum spurningum, en mjög voru svörin
misjöfn; er á mörgum þeirra lítið að græða, en sum hafa
liins vegar margháttaðan fróðleik að geyma um, hvernig
þá hagaði til hér á landi í ýmsum efnum, um kjör fólks-
ins að ýmsu leyti, vinnubrögð og hugsunarhátt. Nokkrir
jirestanna lýstu all-ýtarlega söfnuðum sínum; fara hér á
eftir 3 slíkar lýsingar. Tel ég sennilegt, að þeim, sem
nú eiga heima eða eru kunnugir í þeim byggðarlögum,
sem lýsingarnar eru úr, þyki ekki ófróðlegt að sjá,
hvernig fólkinu er lýst, sem þar bjó, fyrir um það bil
100 árum. Lýsingarnar eru teknar hér orðréttar, en að-
eins breytt stafsetningu til samræmis, og greinarmerkj-
um á stöku stað. Á einstaka stað hefi ég og sett orð
milli hornklofa, er sýnilega hafa fallið úr af vangá.]
I. Úr Hóls- og Eyrarsóknum í ísafjarðarsýslu.
(Lýsingin er send 1845. Hún er óundirrituð, en samkv.
50 ára minningarriti bókmenntafélagsins er hún gerð af
þáverandi sóknarpresti, séra Eyjólfi Kolbeinssyni, eða að-
stoðarpresti hans, séra Bergi Halldórssyni).
Lítil kvikfjárrækt er hér og stuttar heyannir, byrja
með augusto og eru úti í miðjum september. Er því
mestmegnis lifað af fiskiafla, sem hér er mikill. Fram-
an af sumri fiskast langa, skata, steinbitur, hrogn-
kelsi og þyrsklingur, þegar liður á sumar og1) ýsa
og heilagfiski, en þorskur árið um kring, og bregzt
1) Þ. e. einnig.
(110)