Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 72
þjóðin tryði honum til vandasamra verka, þrátt fyrir
útbyggingu Björns Jónssonar úr gæzlustjórastarfi
Landsbankans.
Þegar lokið var hinum sögulegu átökum milli
Hannesar Hafsteins og Björns Jónssonar frá 1908—11,
kom ládeySa í íslenzk stjórnmál. Björn Jónsson var
fallinn í valinn, Skúli Thoroddsen aldraSur og heilsu-
lítill, Valtýr GuSmundsson hætti aS sitja á þingi og
Hannes Hafstein hafSi í raun og veru misst mikið af
lifsfjöri sínu og bjartsýni frá aldamótaárunum við
kosningaósigurinn 1908. Hann tók að visu við stjórn
landsins af Kristjáni Jónssyni um stundarsakir árið
1912. En hann var orðinn breyttur maður og flokkur
hans var líka breyttur. í hinni fyrri stjórnartið
Hafsteins stóð flokkur hans fast saman um mál sín.
Nú var flokkurinn klofinn. Einn af elztu og kunnustu
samherjum Hafsteins, mágur hans, Lárus H. Bjarna-
son, snerist á móti honum og klauf þingflokkinn.
Um sama leyti missti Hannes Hafstein konu sina,
er hann unni hugástum. Tók hann sér nærri þenn-
an ástvinamissi, ósættina i þingflokknum og al-
menna mótspyrnu i landsmálabaráttunni. Hann dró
sig meir og meir í hlé frá þingstörfum og bjó við
mikið og þrálátt heilsuleysi siðustu ár ævinnar.
Hann andaðist 1922.
Hannes Hafstein hafði i hinni seinni ráðherratið
sinni reynt að sameina lið sitt, heimastjórnarmenn-
ina, við flokk ísafoldar, sjálfstæðismennina, um
lausn sambandsmálsins við Dani. En bæði var það,
að Danir voru fyrir sitt leyti ófúsir að bjóða betri
boð en 1908, og þó ekki síður hitt, að íslendingar
voru litt hneigðir til sameiginlegra átaka. Á þingi
1914 hafði Sjálfstæðisflokkurinn aftur sameinað
tvístrað lið sitt og gat nú myndað stjórn. Varð þá
fyrir valinu sýslumaður Skaftfellinga, Sigurður Egg-
erz. Hann var þá nýliði á þingi, mikill maður á
velli, höfði hærri en allt fólkið, lipur og léttur í
(70)