Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 24
SUMARAUKI. í almanökunum er þeirri reglu fylgt, að sumardaginti fyrsta skuli hera upp á næsta fimmtudag eftir 18. apríl. Nú eru í sumrinu 26 vikur og 2 dagar, en í vetrinum 25 vikur og 5 dagar. Sumar og vetur er því samanlagt 52 vikur réttar eða 364 dagar, og vantar þá 1 dag eða 2, ef hlaupár er — til þess að árið sé fullt. Af þessu leiðir að mánaðardagstal sumardagsins fyrsta lækkar um 1 frá ári til árs, eða um 2, ef þá er hlaupár. í almanökum undanfarinna ára má sjá, að árið 1941 bar sumardaginn fyrsta upp á 24. apríl, árið 1942 upp á 23. apríl, árið 1943 upp á 22. apríl, en árið 1944 bar hann upp á 20. apríl, því að þá var hlaupár og mánaðardagstalið lækkaði þá um 2 frá mánaðardagstalinu árið áður. Nú í ár, 1945, ber hann upp á 19. apríl, og næsta ár (sem er ekki hlaup- ár) mundi hann — ef ekki væri við gjört — bera upp á 18. apríl, en það er þvert ofan í regluna, að hann skuli bera upp á næsta fimmtudag eftir 18. apríl. Til þess að reglan haldist, er því sumarið í ár aukið um viku, svonefnda »Iagningarviku«, sem byrjar að loknum aukanóttunum, en þær enda ætíð á laugardag (í þessu almanaki er lagningarvikan 22.-28. júlí). Sumarið í ár verður því 27 vikur og 2 dagar (frá fimmtudegi 19. apríl til föstudags 26. október, incl.). Veturinn byrjar þá í ár laugardaginn 27. október og endar næsta ár á miðvikudaginn 24. apríl 1946. Sumardaginn fyrsta ber því næsta ár upp á 25. apríl, og verður það vissulega fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl, sem þá ber einnig upp á fimmtudag. Af þessu er auðséð, að hvenær sem 19. apríl ber upp á fimmtudag hlýtur að vera sumaraukaár. En nú ber 19. apríl aetíð upp á sama vikudag og 27. dezember, því að þar eru réttar 36 vikur á milli og getur það hver maður talið. Hlaupárin koma því ekki við, því að hlaupársdagurinn er fyrr á árinu, ef nokkur er. En ef 27. dezember er fimmtu- dagur, endar það ár á mánudaginn næstan þar á eftir. Eins má hugsa hinsegin: Ef 31. dezember ber upp á mánudag, hlýtur 27. dezember að bera upp á fimmtu- dag, og þá einnig 19. apríl, sem er réttum 36 vikum áður. En ef 19. apríl ber upp á fimmtudag hlýtur það að vera sumardagurinn fyrsti og er því sumarauki það ár, þ. e.: Öll ár, sem enda á mánudag, eru sumaraukaár. Þá eru eftir svonefnd „rímspillisáru. Þau má auðkenna af þessu tvennu: Að þau enda á sunnudag, og að þá fer hlaupár í hönd. Ef 31. dezember ber upp á sunnudag, þá ber 28. dezember upp á fimmtudag og þá einnig 20. apríl, því að þar eru réttar 36 vikur á milli. En ef 20. apríl ber upp á fimmtudag, hlýtur hann að vera sumardagurinn fyrsti (næsti fimmtudagur eftir 18. apríl). En þá verður að auka sumarið, því að annars mundi sumardagurinn fyrsti á næsta ári, sem þá er hlaupár, flytjast til 18. apríl. En ef sumarið byrjar 20. apríl og er þó aukið um viku byrjar veturinn það ár svo seint sem vetur getur byrjað, laugardaginn 28. október, en endar samt þann 24. apríl næsta ár, eins og í fyrra dæminu, sem tekið var, af því að hlaupársdagur síðara ársins kemur þá inn í hann. Síðasta rúmspillisár var árið 1939 og stendur það á titilblaði almanaksins um það ár. Næsta rúmspillisár þar á undan var 1911. Rímspillisár hér á eftir — á þessari og næstu öld — verða með 28 ára bili, það næsta 1967, svo 1995 o. s. frv. Sumaraukareglan verður því svona: Sumarauka hafa öll ár, sem enda á mánudag. Sumarauka hefir ár, sem endar á sunnudag, ef þá fer hlaupár í hönd, en annars ekki. Onnur ár en þessi hafa ekki sumarauka, því ef sumarið byrjar síðar en (22)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.