Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 104
sem vonandi dregst ekki lengi eftir að ófriðnum
linnir. — Vert er og að geta þess, að í lögum ura
kirkjugarða frá 1932 eru nokkur ákvæði til varnar
því, að óhollusta stafi af kirkjugörðum, líkhúsum og
greftrun lík^a.
X.
Ekki má skiljast svo við þessi mál, að ekki sé
minnzt á hina viðtæku félagsmálastarfsemi síðustu
áratugina, því að mörg atriði hennar varða heil-
brigði þjóðarinnar engu síður en hin eiginlegu heil-
brigðismál, enda mega ýmis heilbrigðismál teljast til
félagsmála í víðtækara skilningi. Má t. d. nefna það,
að rekstur berklavarnanna síðan 1921 má öðrum
þræði telja til félagsmálaráðstafana, og mætti margt
fleira telja af því, sem hér hefur verið getið um. Og
á hinn bóginn mundi þróun ýmissa heilbrigðismála
hafa orðið hægri en reynzt hefur, ef hinnar eigin-
legu félagsmálalöggjafar hefði ekki notið við. Má þar
sérstaklega nefna hina víðtæku tryggingarlöggjöf, er
einkum hefur verið sett á síðasta áratug, þótt hafin
væri fyrr í smærri stíl, og lögin um ríkisframfærslu
sjúkra manna og örkumla, er sett voru 1936, en þar
eru sameinuð ákvæði, sem áður voru í lögum um
sjúkrahjálp til holdsveikra, berklaveikra, kynsjúk-
dómasjúklinga og geðveikra og nýjum bætt við, þar
á meðal um styrk til gervilimakaupa og umbúða
handa fötluðu fólki. Hafði að vísu nokkur styrkur
til slíks verið veittur árlega síðan 1928, en ekki á-
kvæði um það í lögurn fyrr. Fyrsti vísir til trygg-
ingarlöggjafar voru slysatryggingarlög fyrir sjómenn,
er sett voru 1903, og lög um sjúkrasamlög 1911, en
ekki urðu sjúkrasamlög mörg né fjölmenn fyrr en al-
þýðutryggingarlögin voru sett. — Kennsla dauf-
dumbra var fyrir nokkru hafin 1874, með opinberum
styrk, en aukin og skóli settur á stofn í Rv. 1909 og
rekinn að mestu á kostnað landssjóðs. 1904 var byrj-
að að styrkja blind börn til náms erlendis og blindra
(102)