Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 59
Björnsson, I. eink. 181% st., Unnsteinn Beck, I. eink.
200 st., Þorsteinn Thorarensen, I. eink. 204% st.
í viðskiptafræðum: Bergur Sigurbjörnsson, I. eink.
262% st., Gestur Jónsson, I. eink. 297% st., Jörundiir
Oddsson, I. eink. 263% st., Sigurður F. H. Sigurðs-
son, II. eink. betri 230% st., Sveinn Þórðarson, 1.
eink. 289% st., Valgarð Ólafsson, I. eink. 298% st.
56 stúdentar luku prófi í forspjallsvísindum við Há-
skólann.
Hinn 1. des. var Steingrímur J. Þorsteinsson mag.
art. sæmdur doktorsnafnbót við Háskólann fyrir rit
sitt, „Jón Thoroddsen og skáldsögur hans“.
49 stúdentar útskrifuðust úr Menntaskólanum i
Reykjavík. Hlutu þrír þeirra ágætiseinkunn, Finnbogi
Guðmundsson, 9,02, Stefanía Guðnadóttir 9,02 og
Sveinn Pálsson, 9,00. Úr Menntaskólanum á Akureyri
útskrifuðust 38 stúdentar. Hæsta einkunn lilaut Gestur
Stefánsson, I. eink. 7,38 (eftir Örsteds einkunnastiga).
Askell Löve náttúrufræðingur varði í maímánuði
við háskólann i Lundi doktorsritgerð um ættgengis-
rannsóknir í frumum hundasúrunnar. í marzmánuði
varði Snorri Hallgrímsson læknir við háskólann í
Stokkhólmi doktorsritgerð um handlæknisaðgerðir á
útlimum.
Siglingar. Samgöngur voru eingöngu við Bretland
og Bandaríkin. Eimskipafélagsskipin önnuðust aðal-
lega siglingar til Bandarikjanna, en togarar og leigu-
skip til Bretlands. Vöruflutningar frá Bandaríkjun-
um gengu ógreiðlega á köflum, þvi að skipakostur ís-
lendinga var of lítill. Strandferðir voru með líkum
hætti og áður.
Skiptjón. Alls drukknuðu 74 íslendingar á árinu að
meðtöldum þeim, er fórust i ám og vötnum (árið áð-
ur 62 menn) Mesta sjóslysið var, er vélskipið „Þor-
móður“ frá Bíldudal fórst á Faxaflóa i febrúar (17.
eða 18.) með allri áhöfn. Fórst þar 31 maður. 21. maí
fórst togarinn „Garðar“ við árekstur við Skotlands-
(57)