Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 81
Dr. J. Jónassen, Guðm. Björnson,
landlæknir. landlæ.knir.
deild eru yfirlæknir og yfirljósmóðir fæðingadeild-
arinnar, námstiminn eitt ár. Nemendur, er skuld-
binda sig til að gegna Ijósmóðurumdæmi a. m. k.
þrjú ár að loknu námi, eiga rétt til ókeypis vistar í
skólanum allan námstímann.
Þangað til þessi skóli tók til starfa, hafði ekki
verið kostur fullkominnar hjúkrunarfræðslu hér á
landi, og raunar engrar lengst af. Fyrsta fulllærða
hjúkrunarkonan hér á landi mun hafa verið Chr.
Jiirgensen, yfirhjúkrunarkona Holdsveikraspítalans.
Hún giftist eftir fá ár ágætum lækni, Sæmundi Bjarn-
héðinssyni holdsveikralækni, og hvarf þá frá hjúlcr-
unarstörfum, en þrátt fyrir það gerðist liún braut-
ryðjandi hér í hjúkrunarmálum. Gekkst hún fyrir
því, að hjúkrunarkonur stofnuðu Félag íslenzkra
hjúkrunarkvenna 1919, og starfaði þar með áhuga og
dugnaði, meðan hennar naut hér við. Var þá orðinn
svo mikill kostur sjúkrahúsa innanlands, að þar
mátti fá undirstöðufræðslu í hjúkrun. Gekkst félagið
fyrir því að ráðstafa hjúkrunarnemum til náms i
sjúkrahúsin og sjá þeim síðan fyrir framhaldsnámi
erlendis. Naut félagið lítils háttar styrks í þessu
(79)