Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 39
1929), hin yndislegu og fersku ástaljóð til ættjarðar-
innar, mettuð fjallasólskini og sævarseltu. Hin sið-
ustu ár hafði hann í smíðum leikrit um norska þjóð-
skáldið og þjóðernisleiðtogann Henrik Wergeland,
en honum entist ekki aldur til að ganga frá þvi.
Honum auðnaðist ekki heldur að sjá síðustu ljóðabók
sína, Frelsið (Friheten), á prenti. Hann hafði lesið
prófarkir að kvæðunum og ráðgerði að koma til
Reykjavíkur, þar sem bókin var prentuð, til þess að
leggja síðustu hönd á útgáfuna. En áður en því yrði
við komið, var hann sjálfur fallinn i baráttunni fyrir
þá ættjörð, sem öll ást og angist þessara ógleyman-
legu ljóða er helguð. ■
En Nordahl Grieg nægði ekki að yrkja ljóð sin.
Hann varð einnig að lifa þau, taka sjálfur þátt í þeim
þrekraunum og hættum, sem þau túlkuðu, skipta per-
sónulega kjörum við sjómennina á hafinu, kafbáts-
mennina og flugmennina. Þátttaka hans í hernaðin-
um var honum hvorki metnaðarmál né ævintýri, en
hún var honum innlausn siðferðilegrar ábyrgðar,
sem hann krafði sjálfan sig um og fann sig knúðan
til að taka persónulega á ljóðum sínum. Engin ann-
arleg sjónarmið gátu komizt upp á milli lífs hans og
listar, listin og lifið runnu saman í brjósti hans og
eignuðust að lokum aðeins einn farveg', ástina á ætt-
jörð og frelsi, og aðeins einn vilja, að koma hvoru
tveggja til bjargar. Enn er norska þjóðin að vísu i
útlegð, og Nordahl Grieg lifði ekki nógu lengi til
þess að sjá hana „koma heim“. En hins vegar auðn-
aðist honum í lifanda lífi að gegna því endurlausn-
arstarfi með þjóð sinni að leysa liina bundnu tungu
hennar úr læðingi, túlka heimþrá hennar og frelsis-
ást, og honum rættist sá draumur að sjá hana rísa
einhuga og af ofurmannlegri djörfung gegn þeim
miskunnarlausa ofbeldisanda, sem hann hafði ávallt
svarið fullan fjandskap. Og er hann féll frá, var hann
þegar á ungum aldri orðinn höfuðskáld þjóðar sinn-
(37)