Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 68
vega þeim bætt kjör, en ekkert gekk, unz stjórnin
lagði loks fyrir alþingi 1873 frv., er fól í sér veru-
ieg'ar kjarabætur þeim til handa, en þingið féllst
ekki á það.
Heita mátti, að engar sóttvarnir gegn næmum
bráðum sóttum væru hér 1874, þegar frá er skilið,
að kúabólusetning hafði verið hafin hér 1802 og lög-
boðin frá því um 1810, með þeim árangri, þrátt fyrir
misjafna rækslu, að bólusóttin var eina sóttin þeirra,
er hingað bárust á þessu tímabili, er tókst að stöðva.
Gegn hinum var landið varnarlaust. Að visu var
talið, að fyrirmæli danskra laga um sóttvarnir væru
hér í gildi, en engin leið var að framfylgja þeim hér
að nokkru gagni. Þar var læknafæðin til fyrirstöðu
og yfirleitt vöntun á flestu, sem til þurfti að hafa.
Þegar erlendar sóttir, aðrar en bólusóttin, bárust
til landsins, fóru þær hindrunarlaust um allt, og
sama er að segja um faraldra landlægra sótta. —
Af langvinnum sóttum var sullaveikin sú eina, sem
mönnum var orðið kunnugt um orsakir til, er hér
var komið, og því ekki vonlaust að verjast, enda sett
löggjöf í þvi skyni 1869. En að litlu haldi kom það
fyrsta sprettinn, bæði vegna almenns hreinlætis-
skorts og' þröngra og illra húsakynna og einkanlega
vegna megnrar vantrúar fjölda manna á hina nýju
kenningu um sullasmitun af hundunum. Mjög grein-
ir menn á um, hve margt hafi verið af sullaveiku
fólki hér á landi um þessar mundir (um 1870), en
þeir, sem skemmst fara, telja, að það hafi ekki verið
færra en 1200, en margfalt fleiri smitaðir. Annar
langvinnur sjúkdómur, er þá var hér algengur og
engar varnir reyndar við af opinberri hálfu né al-
mennings var holdsveiki. Engin gögn eru um, hve
margt var af holdsveiku fólki hér á landi um 1870;
víst má telja, að það hafi ekki verið færra en undir
aldamótin, en þá (1896) voru nál. 240 holdsveikir
á landinu. Bæði læknar og almenningur töldu, að
(66)