Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 119
Smælki.
Læknirinn (við konu bóndans): — Ég hafði gert
mér vonir um skjótari bata hjá Jóni, honum fer ekki
fram sem skyldi. Hafið þér gætt þess að gefa honum
ríkulega fæðu úr dýraríkinu, kona góð?
Konan: — Já, ég held nú það, og ég læt allt vera
hvernig hann tekur við síldarmjölinu. En við töð-
unni fúlsar hann, hvernig sem ég fer að.
Maður nokkur, ekki dáindisfríður, kom til ljós-
myndara og vildi láta taka mynd af sér. Var hann
fulltrúa um það, að hann gæti fengið laglegustu
mynd, ef hún væri aðeins tekin á réttan hátt. — En
hvernig ætti nú að taka svoleiðis mynd? Ljósmynd-
arinn virti hann fyrir sér góða stund og mælti síðan:
— Ég myndi ráða yður til að standa bak við sima-
staur á meðan.
Læknir: — Húsbónda þínum líður nú miklu bet-
ur, en hann er nokkuð stygglyndur, svo að það er
bezt að varast að láta á móti honum.
Þjónn: — Hann var að tala um það áðan, að sig
langaði til að snúa mig úr hálsliðunum.
Læknir: — Jæja, en það er sama, látið hann bara
ráða.
Leigjandinn: — Ég ætla að láta yður vita það, að
kjallarinn hjá mér er fullur af vatni.
Húseigandinn: — Nú, hvað um það. Þér getið þó
líkast til ekki búizt við að fá kjallarann fullan af
brennivíni fyrir skitnar 50 krónur á mánuði.
í samkvæmi var rætt um það, hvort þeir menn
væri til, er sagt gæti fyrir óorðna hluti, og voru flest-
ir vantrúaðir á slíkt.
(117)