Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 47
Hinn 1. jan. tók ríkið að reka íþráttakennaraskóla
Björns Jakobssonar á Laugarvatni. Björn Jakobsson
var skipaður skólastjóri. Hann hafði þá rekið iþrótta-
kennaraskóla í húsakynnum héraðsskólans á Laugar-
vatni í 10 ár.
Á árinu hafði liin f^^rsta íþróttanefnd ríkisins starf-
að i þrjú ár. Form. liennar var Guðm. Kr. Guðmunds-
son, en aðrir nefndarmenn Aðalsteinn Sigmundsson
og Ben. G. Waage. Fráfarandi formaður var endur-
skipaður og með honum settust í nefndina Daniel
Ágústínusson og Kristján L. Gestsson. Úr iþróttasjóði
hafði verið úthlutað rúmum 502 000 kr. Fénu var varið
til starfrækslu í. S. í. og U. M. F. í. Tíu íþróttamann-
virki voru fullgerð á þessum árum, m. a. sundlaugar
i Neskaupstað og Hafnarfirði. Lagt var fé til 22 mann-
virkja, sem eru í smíðum. (Þar af eru 7 sundláugar).
Einnig var lagt fé til endurbóta á 5 sundlaugum og
fé heimilað til 7 mannvirkja, sem eru í undirbúningi.
(Þar af eru 7 sundlaugar).
Á árinu var fullgerð og tekin til notkunar íþrótta-
höll Eiðaskóla (rafhituð sundlaug og íþróttasalur) og
sundlaug Laugarvatnsskóla, sem var stækkuð og yfir-
byggð.
íþróttanefnd skipti landinu í íþróttahéruð i samráði
við stjórnir í. S. í. og U. M. F. í. Á árinu urðu sam-
bandsfélög f. S. í. alls 157 með um 21 000 félaga. Inn-
an vébanda sambandsins eru 4 héraðssambönd. Sam-
bandsfélög U. M. F. í. urðu 151 með um 8 200 félaga.
Innan sambandsins eru 14 héraðssambönd. Héraðs-
sambönd voru alls 16 á landinu á árinu.
Á árinu var leikfimi kennd i 174 skólahverfum og
sund í 162 (skólahverfin eru 225 alls). Leikfimi var
kennd í 31 framhaldsskóla, en sund í 29 (framhalds-
skólarnir eru alls 39).
Mannalát. Aðalheiður Sveinsdóttir fyrrv. húsfreyja
í Kotmúla, Fljótshlíð, 5. nóv., f. 3. júli ’54. Aðalsteinn
Sigmundsson kennari, Rvík, fórst 16. apríl, f. 10. júií
(45)