Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 84
voru sett ný lög um varnir gegn útbreiðslu næmra
sjúkdóma, og eru þau nú í gildi. Eru þar ákvæðin
um smitbera í lögunum frá 1927 tekin upp óbreytt
og mörg hin sömu ákvæði og í lögunum frá 1907, en
yfirleitt nákvæmari og ýmsum við bætt.
Auk þessarar almennu sóttvarnarlöggjafar hafa
verið sett sérstök lög til varnar þremur bráðum
næmum sóttum: bólusótt, miltisbrandi og fýlasótt.
Sú löggjöf, sem átt er við varðandi bólusóttarvarnir,
er kúabólusetningarlögin. Áður er minnzt á lög þau
um bólusetningar, er í gildi voru 1874. Var að þeim
búið til 1898. Þá voru sett lög um bólusetningar, en
þeim var breytt þegar 1901, og gilda þau lög enn að
mestu, sem þá voru sett. Skal bólusetja öll börn á 3.
ári og endurbólusetja á 13. ári. Yfirsetukonur hafa
bólusetningarnar á hendi. — Miltisbrandsvarnir
beindust gegn innflutningi og sölu ósútaðra húða;
til þeirra varð það rakið, er miltisbrandur kom upp
í stórgripum, en af þeim kom það stundum fyrir, að
menn sýktust. Voru fyrst sett lög um takmarkanir
á innflutningi og sölu húða 1891 og hert á þeim 1901.
Olli þessi löggjöf allmiklum deilum á sinni tíð, en
mun nú löngu orðin þýðingarlaus vegna breyttra
tíma. — Lögin um ráðstafanir til varnar gegn fýla-
sótt voru ekki sett fyrr en 1940, því að þeirrar sótt-
ar hafði aldrei orðið vart hér fyrr en árið áður, er
6 menn fengu hana í Vestmannaeyjum. Samkv. heim-
ild í þeim lögum hefur fýlungatekja verið bönnuð,
og hefur sóttarinnar ekki orðið vart síðan. — 1 við-
bót við þann hemil, sem hinar almennu sóttvarnir
hafa, ásamt auknu hreinlæti og bættum kjörum ai-
mennings, verið á útbreiðslu bráðra farsótta yfir-
leitt, hefur auk bólusóttarinnar, tekizt að hefta fram-
gang sumra þeirra með varnarbólusetningu. Er þar
barnaveikin fremst í flokki. Að henni voru tíðir far-
aldrar og afar skæðir framan af tímabili því, er hér
ræðir um og þar á undan. Barnadauði úr henni
(82)