Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 4
Á ÞESSU ÁRI TELJAST LIÐIN VERA:
frá fæSingu Krists 1948 ár;
frá upphafi júlíöns’iu aldar.......................................... 6661 ár;
frá upphafi íslandsbyggðar............................................. 1074 —
frá upphafi alþingis....................................................1018 —
frá kristnitöku á íslandi............................................. 948 —
frá upphafi konungsríkis á íslandi.................................... 686 —
frá því, er ísland fékk stjórnarskrá.................................. 74 -
frá því, er ísland fékk innlenda ráðherrastjórn................ . . 44 —
frá því, er ísland varð fullvalda ríki.................................. 30 —
frá því, er ísland varð lýðveldi......................................... 4 —
Árið 1948 er sunnudagsbókstafur DC, gyllinital 11
og paktar 19.
í þetta almanak verður sú nybreytni tekin upp, að telja sólarganginn
frá því að efsta rönd sólarinnar sést koma upp fyrir láréttan sjóndeildarhring
og þar til hún hverfur undir hann, eins og sagt er í annari málsgrein á bls.
20. Hingað til hefir verið fylgt þeirri reglu, aö telja sólarganginn frá því að
sólin er hálfkomin upp og þangað til hún er hálfgengin undir. Hin eldri regla
er naumast í samræmi við þá merkingu, sem eftir íslenzkri málvenju felst í
orðunum »sólaruppkoma« og »sólarlag«, en henni hafði nú verið fylgt, þegar
við tókum við almanakinu, sem nú reiknum það. Nú er nýju reglunni fylgt
víðast hvar um heim. Með þessu telst sólargangurinn í Reykjavík 5—13 minútum
lengri en áður, og er munurinn minnstur á jafndægrum, en mestur á sólstöðum.
Lengstur sólargangur í Reykjavík er 21 st. 09 m.,
en skemmstur 4 st. 07 m.
MYRKVAR.
Árið 1948 verða 3 myrkvar alls, tveir á sólu og einn á tungli.
1. Deildarmyrkvi á tungli 23. apríl, sést ekki hér á landi.
2. Hringmyrkvi á sólu 8.-9. maí, sést ekki hér á landi.
3. Almyrkvi á sólu 1. nóvember, sést ekki hér á landi.
(2)