Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 96
unnar. Bardenfleth stiptamtmaður og Trampe greifi
láta báðir sýna sjónleika í heimahúsum sinum, Barden-
fleth 1839, Trampe greifi 1855, og þótti nú fínt i henni
Reykjavík að „fara á danska kommindiu“. Nokkru
síðar, eða 28. desember 1860, hefjast sjónleikasýn-
ingar á Akureyri fyrir tilstilli danskra kaupmanna,
Chr. Jensens og B. Steincke, og auðvitað leikið á
dönsku. Á ísafirði byrjuðu sjónleikar 1856, og var
„Narfi“ sýndur. Voru þetta fyrstu leiksýningar utan
Reykjavíkur, þegar skólarnir eru ekki taldir.
Laust fjrrír miðja öldina, á jólum 1847 og þrettánd-
anum 1849, voru fyrstu útlendu leikritin sýnd hér á
leiksviði í íslenzkri þýðingu. Það voru Holbergs-
leikarnir tveir, „Erasmus Montanus“ og „Hinn önn-
um kafni“, sem skólapiltar sýndu i Lærða skólanum.
Skömrnu síðar, eða veturinn 1853—54, réðst Jón Guð-
mundsson ritstjóri Þjóðólfs i það að láta útbúa leik-
svið í Nýja klúbbnum og sýna þar sjónleikinn „Pakk“
eftir Th. Overskou í þýðingu, en hafði fengið Benedikt
Gröndal og Magnús Grímsson í lið með sér til að gera
þýðinguna. Þessar leiksýningar allar horfðu í rétta átt,
spornuðu við dönskum sýningum og ruddu öðrum þýð-
ingum braut, einkanlega leikritum Holbergs. Enginn
tók samt jafndjúpt í árinni gegn aldönsku leiksýning-
unum og Sigurður málari. Hann taldi þær óhafandi á
íslenzku leiksviði, „og ljái slíku engi maður lið,“ sagði
hann. Sjálfur varð hann að slá nokkuð undan i þessu
efni, þar sem leikfélagið 1858—59 varð þegar á öðru
ári að taka upp dönsk viðfangsefni eins og „Ævintýri
á gönguför" og fleiri leika, vegna þess hve litlu var
úr að spila. Smám saman lögðust þó dönsku sýning-
arnar niður, og eftir daga Sigurðar urðu þær næsta
fátíðar.
3.
Þessi var þá aðkoman, þegar Sifíurður Guðmundsson
þóf leiklistarstarf sitt í höfuðstað landsins: Fá islenzk
(94)