Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 83
vesturströnd Norður-Ameríku. Sjávarútvegssýning
var haldin i Reykjavík í ágúst og september.
Yerklegar framkvæmdir. Húsagerðir voru mjög
miklar víða um land, einkum í Reykjavík. Hafin var
bygging milcils iðnskólahúss á Skólavörðuholti, og
unnið var að byggingu gagnfræðaskólahúss þar.
Unnið var að byggingu íþróttahúss Háskólans og
þjóðminjasafnsliúss. Unnið var að viðbyggingu við
Arnarhvol, og umbætur voru gerðar á húsi Útvegs-
bankans. Unnið var að því að fullgera Þjóðleikhúsið.
Hafin var bygging stórhýsis á lóð Nýja Ríós. í júlí var
opnað nýtt skemmtisvæði, Tivoli, við Vatnsmýri í
Rvík. Allmikið var unnið að leikvalla- og skrúðgarða-
gerð í Rvík og að endurbótum á vatnsveitukerfi bæj-
arins. Lokið var byggingu vitamálahússins við Selja-
veg. Hafinn var undirbúningur að byggingu húss
pósts og síma. Byggð voru viðbótarhús við Klepps-
spitala og unnið að byggingu fæðingardeildar Lands-
spitalans. Nokknð var unnið að byggingu verka-
mannabústaða i Rvik. Auk þess voru reistir verka-
mannabústaðir í Bolungavik, Sauðárkróki, Húsavik,
Keflavík, Hafnarfirði o. v. Byggð voru jarðhús við
Elliðaár til geymslu jarðávaxta. Byggingar voru
reistar fyrir rannsóknastöðina á Keldum í Mosfells-
sveit. Allmikið var og enn um framkvæmdir á vinnu-
heimili berklasjúklinga í Reykjalundi i Mosfellssveit.
Hafin var bygging elliheimilis í Hafnarfirði og barna-
skólinn þar stækkaður. Allmikið var um framkvæmdir
á landi Hafnarfjarðarbæjar i Krýsuvik. Unnið var að
vatnsveitu í Keflavík. Borað var eftir köldu vatni í
Keflavík, Sandgerði og víðar á Reykjanesskaga, enn-
fremur á Eyrarbakka, Stokkseyri, Vestmannaeyjum
og Hornafirði. Eftir heitu vatni var borað á ýmsum
stöðum, t. d. í Mosfellsdal, Krýsuvík, i Ölfusi, Laugar-
I dælum, Kristnesi, Ólafsfirði og Húsavik. Hafin var
< bygging norrænnar ballar í Kárastaðanesi við Þing-