Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Qupperneq 36
sýklar þrífast illa í lireinu blóðvatni og i lireinum sára- '
vessa, en ágætlega, ef blóðvatnið eða vessinn hefur
spillzt, t. d. súrnað. En slíkt verður jafnan meira og
minna í sýklamenguðum sárum, og þá getur einatt
þróazt þar ágætlega sægur annarra sýkla, er alls ekki
geta tifað í hreinu blóðvatni. Wright reyndi þvi að
baða sárin i sterkum saltvökva, til þess að framleiða
straum af óspilltu blóðvatni inn i þau, gegnum liið j
sjúka hold, og taldi, að á þann hátt fengist hin full-
komnasta sáraframræsla, sem hugsazt gæti. Gafst hon-
um þetta svo vel, að hann saumaði oft og einatt sýlda-
menguð sár, sem aðrir áræddu ekki að fara svo með, lét
aðeins vera op inn í þau fyrir litla gúmmipipu, til að
dæla saltvökvanum inn um eftir þörfum og líka til þess,
að spilltur sáravökvi gæti runnið þar út. Greru sárin
oftast furðu fljótt við þessa meðferð, og bólgu dró úr
þeim fyrr en hinum, sem ósaumuð voru og sóttvarnar-
lyfin voru notuð við.
Gasígerð var ein allra skæðasta sárapestin þarna.
Henni veldur sérstakur sýkill, gasígerðarsýkillinn.
Varð liún á þessum dögum banamein langflestra, er
hana fengu. Wright fann með rannsóknum sínum, að
mjög miklar sýrur mynduðust, er sóttareitrið leysti
upp vöðvana; þær síuðust eða soguðust inn í blóðið
og sýrðu það svo, að sjúklingurinn varð brátt banvænn.
Þá stoðaði lítt að fylla sárin með sterkum saltuppleys-
ingum, því að blóðvatnið, er laðaðist að saltinu inn i
sárin, var sjálft spillt og varnir þess gegn sýklunum
að engu orðnar. Til að reyna að ráða bót á þessu, tók i
Wright að gefa gasigerðarsjúklingum stóra skammta af
tvíkolasúru natrium (natrón) eða mjólltursúru, til að
eyða súrnum í blóðinu, og gafst það betur en nokkuð
annað í þessum skæða sjúkdómi. Skýrði hann frá þess-
ari meðferð 1918 i ritgerð, er hann setti í eitt af helztu
læknablöðum á Bretlandi, en því var undarlega litill
gaumur gefinn, og segir einn þeirra, er nýlega liefur
(34)