Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 28
Lauk hann læknisprófi þaðan árið 1883, fékk að því
loknu ferðastyrk til frekari lærdómsframa og fór til
Þýzkalands og sótti hskólana í Leipzig og Marburg.
Að lokinni þeirri námsför settist hann að i London og
tók að leggja þar stund á lögfræði. Brátt hvarf liann
þó frá þvi námi og gerðist skrifari hjá flotastjórninni
til að hafa ofan af fyrir sér, en óðar en skrifstofu-
tíminn var úti, var hann kominn til Wandsworth, tit
að fást við rannsóknir á storknun blóðsins, á sykursýki
og á skjaldkirtlinum, við Browns stofnunina þar, og
naut þar við þær leiðbeininga ágætra vísindamanna,
er þar störfuðu. Ekki leið á löngu áður hann fékk
rannsóknastyrk úr sjóði nokkrum, er stofnunin átti
ráð á; liélt hann þá til Cambridge til frekara náms
og fékk þar brátt aukakennarastöðu í almennri sjúk-
dómafræði. En ekki undi hann sér þar til lengdar. Hon-
um fannst þar „andrúmsloft óhollt“ í andlegum skiln-
ingi, lærdómurinn og öll háttsemi hinna lærðu manna
i viðjum vana og hefðar, „svo að ég hypjaði mig burt",
sagði hann. Fór hann fyrst til Dublin og varði þar rit-
gerð, er hann fékk doktorsnafnbót fyrir, en að því
loknu fór hann til Ástralíu og varð þar aukakennari
i lífeðlisfræði við háskólann í Sidney árið 1889. En
eftir 2 ár sneri hann aftur til Bretlands, er honum
bauðst prófessorsstaða í almennri sjúkdómafræði við
herlæknaskólann í Netley; má telja, að þar hæfist
vísindastarfsemi hans fyrir alvöru, þótt þá þegar
liefði hann að visu gert merkilegar rannsóknir um
storknun blóðsins, fundið upp áhald til að mæla
storknunartímann og fyrstur manna bent á þann þátt,
sem kalksölt eiga í blóðstorknuninni. Þar var margt
ungra manna, er höfðu nýlega lokið læknaprófi og
stunduðu þarna framhaldsnám, til að húa sig undir
læknisþjónustu í hernum heima og á Indlandi. Urðu
þeir fyrir mjög miklum áhrifum af hinum unga kenn-
ara sínum; áhugi hans, eldmóður og æfintýralegt hug-
(26)