Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 81
Alþingi var slitið 29. april, en nýkjörið Alþingi
(aukaþing) kom saman seint i júli. Var þá samþykkt,
að ísland skyldi sækja um upptöku í bandalag sam-
einuðu þjóðanna. Var íslands formlega tekið í banda-
lagið á þingi sameinuðu þjóðanna í New York 19.
nóvember. Aukaþing kom aftur saman seint í septem-
ber til að ræða flugvallarsamninginn við Bandaríkin.
Því var slitið 9. okt., en reglulegt Alþingi kom saman
10. okt. Á árinu voru samþykktir ýmsir merltir laga-
bálkar á Alþingi, t. d. um almannnatryggingar, lög um
opinbera aðstoð til íbúðabygginga í kaupstöðum og
kauptúnum, heildarlöggjöf um raforkumál, lög um
skólakerfi og fræðsluskyldu, lög um rikisábyrgð á
hækkuðu fiskverði og verðjöfnun milli sildar og
vetrarfisks o. fl. Ríkisstjórnin birti i ágúst kröfu um
40 millj. króna skaðabætur á hendur Þjóðverjum
vegna tjóns þess, er Islendingar höfðu beðið af völd-
um þýzkra kafbáta og flugvéla í styrjöldinni. —
Hinn 27. janúar fóru fram 'bæjarstjórnarkosningar
í öllum kaupstöðum landsins og hreppsnefndakosn-
ingar i kauptúnahreppum. í kaupstöðum fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 15 828 atkv. og 35 bæjarfulltrúa,
Sósíalistafl. 9857 atkv. og 24 fulltrúa, Alþýðufl. 7993
atkv. og 26 fulltrúa, Framsóknarfl. 3081 atkv. og 10
fulltrúa, sósíalistar og óháðir (á Akranesi) 183 atkv.
og 1 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk lireinan
meirihluta i Reykjavik (og á Akranesi, er bæjarstjórn-
arkosningar voru endurteknar þar nokrku siðar),
Alþýðufl. í Hafnarfirði, Sósíalistafl. i Neskaupstað.
í kauptúnahreppunum fóru kosningarnar ekki fram
eftir eins skýrum pólitískum línum og i kaupstöð-
unum. Var þar margt um ópólitíska lista og sameigin-
lega lista ýmissa stjórnmálaflokka. — Alþingiskosn-
ingar fóru fram 30. júní. Sjálfstæðisfl. fékk 26 428
atkv. og 20 þingmenn kjörna (við alþingiskosning-
arnar í okt. 1942 23 001 atkv. og 20 þingm.), Fram-
(79)