Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 92
félaginu, en Helgi var forseti félagsins, og öll árin lék
hann með félaginu, en eftir dauöa Sigurðar var hann
Ianga hrið leiðbeinandi við sjónleika í bænum, eða þar
til Indriði Einarsson kom frá námi og tók þessi störf
að sér.
2.
íslenzk leiklist er öðruin þræði mótuð af útlendum
áhrifum og þá einkanlega dönskum. Sjálf stendur hún
föstum rótum í þjóðlifinu. Þar sem vaxarmörk verða, í
lok 18. aldar, eru tvær atliyglisverðar þýðingar, „sýnis-
horn af útlendra þjóða gleði“. Hannes Finnsson biskup
setur þær í Kvöldvökur sínar 1794 með það fyrir aug-
um, að þær komi í stað liinnar fornu íslenzku gleði,
vikivakaleikanna, sem hann raunar telur „siðgæðisins
ólyfjan og bráðasta eitur“. Tilraun biskupsins til að
hæta þjóðinni í munni með barnagleðum i stað hinna
gömlu gleðileika bar litinn árangur. Nafnið festist samt
við, upp frá þessu og langt fram eftir 19. öld hétu sjón-
leikar: „gleðispil“, „gleðileikar" eða einfaldlega
„gleðir“ og minna þannig á stofninn, sem nútímaleik-
list íslendinga er sprottin af. Viðleitni Hannesar
biskups og annarra til að hrinda gömlu vikivakaleik-
unum af palli þurfti eklci með, þeir voru gengnir fyrir
óðal i lok 18. aldar, en arfþegar þeirra á skemmtisam-
komum þjóðarinnar urðu hinar nýju, islenzku gleðir,
sjónleikar Sigurðar Péturssonar sýslumanns í fremstu
röð. Það voru hinir lærðu menn, skólapiltar, prestar
og einn sýsluinaður, sem gáfu þjóðinni gleðir sínar
aftur, en í nýrri mynd.
Það er að þakka mönnum eins og sira Snorra Björns-
syni á Húsafelli, síra Geir Vídalín, Sigurður sýslumanni
Péturssyni, Árna Helgasyni stiptprófasti og lærisvein-
um hans, þar á meðal Sveinbirni Egilssyni, Bessastaða-
skólapiltunum Ögnmndi Sigurðssyni, Jónasi Hallgríms-
syni og þeim fleiri skólabræðrum, og síra Magnúsi
(90)