Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 42
stoðarmaður hjá frægum efnafræðingi, Tómasi Stev-
enson, en liann veitti forstöSu efnarannsóknarstofnun
við Guy’s sjúkrahús, á vegum innanríkisráðuneytisins.
Yar ætlun margra, að Hopkins mundi verða eftirmaður
Stevensons, en vísindaáhugi hans var víðfeðmari en
svo, að hann léti sér nægja efnafræðina eina. Hann tók
að stunda læknisfræðinám um þrítugt og lauk prófi
1894. Eftir það vann hann enn um hríð í efnarann-
sóknastofnuninni við Guy’s spitala og tók jafnframt að
fást nokkuð við lækningar. Fékkst hann sérstaklega
við efnaskiptasjúkdóma og næringarsjúkdóma, og þá
tók hann þegar eftir þvi, að sumir sjúklingar, sem
hann vissi, að bjuggu við alls nægtir, litu út eins og
þeir ættu við skort að búa. Fór aðsókn sjúklinga að
lækningastofu hans ört vaxandi, og eru allar líkur til,
að hann hefði orðið einn þeirra tízkulækna, sem mesta
hafa aðsókn sjúklinga, ef hann hefði haldið áfram á
þessari braut. En Mikael Foster, er þá var prófessor
í lífeðlisfræði við háskólann í Cambridge, bauð honum
aðstoðarkennarastöðu í efnafræðilegri lífeðlisfræði
við háskólann þar laust eftir aldamótin, og þá hann
það boð. Þá fór þegar svo mikið orð af líffræðilegum
efnarannsóknum Hopkins, að honum var um líkt leyti
boðin prófessorsstaða í lífefnafræði við háskólann í
Liverpool, liin fyrsta i þeim fræðum á Englandi, en
þvi gat hann ekki sætt, þvi að þá hafði hann ráðið sig
tii Cambridge.
Þar átti liann við margs konar örðugleika að etja
fyrstu árin og þurfti að inna af hendi mikið starf.
Hann þurfti að koma skipun á bóklega og verklega
fræðslu stúdentanna frá fyrstu byrjun, með tvær
hendur tómar að kalla mátti, þvi að engin áhöld voru
til, er teljandi væru. Mikael Foster, er Hopkins taldi
sér vísan stuðning frá, andaðist og skömmu eftir að
Hopkins kom þangað. Launin, er stöðu hans fylgdu,
voru ólífvænleg með öllu, og varð hann þvi að leggja
(40)