Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 114
um er „Skugga-Sveinn“ sýndur og Indriði Einarsson
bætir viS þriðja leikritinu, „Stúlkan frá Tungu“. Einn
nýr höfundur kveður sér hljóðs, Páll Steingrímsson,
með leikritinu „Þórólfur í Nesi“. Með þessum leikritum
öllum var Leikfélag Reykjavíkur að sinna þeirri köllun
sinni, að vekja upp i landinu nýja, þróttmikla leikritun.
Það er ekki eingöngu félaginu að kenna, að minna hef-
ur borið á þessum þætti endranær. Kjörin, sem félagið
getur boðið leikritahöfundum, eru ekki freistandi, og
höfundarnir sjálfir hafa verið alltof tregir á að nema
af beztu erlendu leikritun. í þessu efni virðist samt
vera að rofa til hin síðari árin og hafa félagsmenn engu
siður en áhorfendur ákaft fagnað leikritum eins og
„Gullna hliðinu“ eftir Davíð Stefánsson og „Uppstign-
ingu“ eftir Sigurð Nordal.
Á tímabilinu 1907—17 var jafnframt íslenzku leik-
ritunum sýnd ýmis úrvalsleikrit erlend. Nefna má
„Ræningjarnir“ eftir Schiller, „Enginn getur gizkað á“
eftir Bernhard Shaw, „Ókunni maðurinn“ eftir Jerome
K. Jerome og „Landafræði og ást“ eftir Björnstjerne
Björnson, að ógleymdum „Þjóðniðingnum“ eftir Ibsen.
Ekkert af þessum leikritum féll samt i góðan jarðveg
hjá áhorfendum, og enn siður „Trú og heimili“ eftir
Schönherr, en hins vegar náði „Alt-Heidelberg“ og
„Tengdapabbi" vinsældum, sem báðir leikarnir hafa æ
síðan notið. Á aðra höndina sýnir þetta þroskaleysi hjá
áhorfendum, á hina góðan vilja Leikfélagsins til að
sýna það, sem uppi er á teningnum i heimsbókmennt-
unum.
Hér verður að fara hratt yfir sögu. Árin 1917—22
hefur félagið heldur hægt um sig. Þetta eru erfið ár
fjárhagslega og fá ný viðfangsefni eru tekin fyrir, árið
1919—20 aðeins eitt, „Sigurður Braa“ eftir Johan Bojer.
Árið '1922 hóf félagið ekki starfsemi sína fyrr en í
febrúar, og hefði ekkert starfað á árinu, ef frú Stefanía
Guðmundsdóttir hefði þá ekki komið úr leikför sinni
(112)