Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 47
efnin og kljúfa þau í smábúta eða tætlur og jafnframt
að setja saman úr þeim bútum og tætlum ný efni í sín-
ar þarfir og likamsheildarinnar. Og utan um allt saman
hriplek sía, þar sem hver glufa hleypir út úrgangsefn-
um og gleypir ný efni i staðinn til vinnslu í efnabreyt-
ingastöðvum frumunnar. Mér fannst, er eg hlýddi á
hann, að mér væri þá stundina gefin innsýn í völundar-
hús þess ósýnilega heims, er vísindaleg hugsun þessa
vinar míns lifði og hrærðist í.“
Vísindastörf Hopkins voru snemma vel metin meðal
þeirra, er um þau voru dómbærir, og hlaut hann æ
rneiri viðurkenningu og heiður eftir því sem lengra
leið. Herraður var hann 1925 og Nóbels verðlaunin
fékk hann 1929, svo sem áður er getið. Hann var kos-
inn heiðursfélagi í fjölda brezkra vísindafélaga, og
honum hlotnaðist margs konar annar sómi. Hann
kvæntist 1898, og lifir kona hans hann ásamt einum
syni þeirra og tveim dætrum, sem öll eru kunn fyrir
visindalegar rannsóknir og ritgerðir. Hann andaðist
16. mai siðast liðinn í Cambridge; var heilsa lians og
sjón nokkuð farin að bila siðustu árin, en sálarkröftum
hélt hann óskertum fram í andlátið.
Sigurjón Jónsson læknir.
Árbók íslands 1946.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var veðrátta oftast
''hld. Vorið var fremur hlýtt framan af, en siðari hluta
Vors gerði nokkur hret. Um sumarið var tið mjög góð.
Haustið var votviðrasamt. Var veðrátta yfirleitt mjög
hdld síðustu mánuði ársins. Grasspretta var allgóð víð-
ast hvar á landinu, og hey nýttust vel. Þorskafli var
saemilegur, en síldarafli fremur lélegur.
Brunar. Eldsvoðar voru óvenjulega tíðir og miklir á
(45)