Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 34
legt viðmót og hispurslaust orðbragð vakti óþokka
kreddufastra eldri manna þar, en var að því skapi áfengt
og örvandi fyrir okkur ungu mennina. Engar tízku-
skoðanir virtust hefta anda hans. Hann var ávallt boð-
inn og búinn til að veita sérhverri tilgátu athygli,
hversu ólíkleg sem hún var og frá hverjum sem hún
kom, svo framarlega sem hún var sómasamlega flutt
og frambærilegum rökum studd. Þegar reynt var að
slá hann af laginu með því að vitna í hefðbundnar
kenningar og skoðanir frægra vísindamanna, var hann
vanur að vitna i þessi orð Sterne's: „Hefðarbragurinn
er dulargervi, sem likaminn klæðist, til þess að hylja
glompurnar á sálinni“, eða — með viðeigandi tilbreyt-
ingu — í Lúkasarguðspjall 18. 17: „Sannlcga segi ég
yður, hver sem ekki meðtekur riki vísindanna eins
og barn, mun ekki inn í það koma.“ Hann hafði mestu
skömm á viðhöfn og státi. Var hann jafnan stuttur i
spuna við hvern þann, er honum fannst berast óþarf-
lega á, eða ef honum þótti fordildar kenna í orðum eða
fasi, en aftur á móti ætið hinn ljúfasti í viðmóti við
sjúklingana á spitalanum og við alla þá, sem ræktu
störf sín vel. Mætti segja margar sögur um þetta, og
skal hér sögð ein: Við sátum sem oftar allir saman við
að rýna í smásjárnar okkar, er læknir nokkur kom inn,
sem enginn okkar hafði áður séð. Hann var klæddur
eftir allra-nýustu tízku og hélt á glampandi silkihatti i
annarri hendi og spánnýjum hönzkum og staf úr pálma-
viði í hinni. Hann sagði okkur í óspurðum fréttum og
sýnilega upp með sér, að hann hefði verið ráðinn lif-
læknir eins þjóðhöfðingjans í álfunni, og væri sér þökk
á, ef við gætum bent sér á einhver nýfundin læknisráð,
er sér kynnu að koma að gagni. Wright leit rétt sem
snöggvast upp úr smásjánni. „Nei, ég býst ekki við,
að við getum það,“ sagði hann, eins og hugsi, og hélt
siðan áfram við starf sitt. Spjátrungurinn vissi varla
hvaðan á sig stóð veðrið og stóð vandræðalegur í sömu
(32)