Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 24
eru nærri himinpól. Sú mæling getur orðið með nákvæmninni */10 úr bogasekúndu, sem svarar til 3 m í legu staðarins. Staðarákvörðun í Reykjavík fór fram um aldamótin 1900 og því fyrir tíma síma- sambandsins. Var þá sett upp sérstök mælistöð við Skólavörðuna, en af henni stendur ekki annað eftir en steyptur stöpull, sem hæðarmælitækið (transít) mun hafa staðið á. Niðurstöður mælinganna eru notaðar við reikning íslenzka almanaksins, sem lengd og breidd Reykjavfkur. Hugsanleg skekkja er talin 0.1,/ í breidd (3 m) og 0.7s í lengd (140 m). Miklu meiri nákvæmni í afstöðu staða má ná með þríhyrningamæUngum, þegar ekki er um mjög miklar vegalengdir að ræða, en þeim verður ekki við komið, þegar yfir breitt haf er að fara, og Island verður ekki tengt við önnur lönd á þennan hátt, né heldur hefur verið um annað að ræða en venjulegar lengdar- og breiddarmælingar til að tengja saman fjarlægar álfur. Ýmsar ástæður eru þó til þess, að leitast er við að finna nákvæmari mæliaðferðir, og tímaákvörðun á sólmyrkvanum 30. júní 1954, sem gerð var í Ameríku, á Islandi og Norðurlöndum, var tilraun í þá átt. En nú hefur útvarps- eða stuttbylgjutæknin nýlega leitt í ljós merkilega möguleika á þessu sviði, og hafa Bandaríkjamenn unnið að því að tengja Ameríku og Evrópu yfir ísland með hinni nýju aðferð. Aðferðin, sem táknuð er með skammstöfuninni HIRAN, er í því fólgin að mæla tímann, sem það tekur stuttbylgjur að berast fram og til baka milli tveggja fjar- lægra staða, sem sjónlína er þó á milli. Ef mæla á fjarlægðina milli t. d. Færeyja og íslands, er sett upp cndurvarpsstöð í hvoru landi. Flugvél flýgur sera næst mitt á milli staðanna í nægilegri hæð til að hafa sjónlínu til beggja stöðva. Véliu flýgur þvert á tengilínu stöðvanna, sendir út stuttbylgjur í sífellu og tekur við þeim endur- köstuðum og mælir tímann, sem þær voru á leiðinni. Styttsti tíminn svarar til styttstu vegalengdar milli endastöðva. Tímamælinguna er hér hægt að gera með þvílikri feikna nákvæmni, að skekkjan í fjarlægðinni þarf ekki að fara yfir 1—2 m. Tvær endurvarpsstöðvar hafa verið gerðar hér á landi. önnur á Austurlandi, til tengingar austur um haf, hin á Vestfjörðum, til tengingar við Grænland, en þrí- hyrningamælingar Dana sumurin 1955 og ’56 eiga að tengja stöðvarnar innbyrðis. Jafnframt hafa Danir gert venjulegar lengdar- og breiddarmælingar á fjórum stöðura með nútíma nákvæmni, Eyrarbakka, Hjörsey, Gilsfirói og Möðrudal. f náinni framtíð getur því orðið um að ræða miklu nákvæmari staðarákvörðun á „Reykjavík“ en nú, en tæplega verður ástæða til að nota nýjar tölur við samningu almanaksins nema jafnframt verði valinn varanlegur staður í borginni, sem lengd hennar og breidd skuli framvegis miðuð við. Nú skal aftur vikið að sérstökum erfiðleikum í sambandi við breiddina, cn þeir koma í ljós þegar stefnt er að ýtrustu nákvæmni. Þeir eru í því fólgnir, aö fjarlægðin milli t. d. 60. og 61. breiddargráðu er ekki alls staðar eins. Þetta stafar af því, að lóðlínan, sem breiddin er miðuð við, eins og áöur segir, breytist ekki reglulega frá miðjarðarlínu til póls, heldur verður hún fyrir truflunum af fjöllum eða misþéttum jarðlögum. Með víðtækum þyngdarmælingum er hægt að kanna óreglu lóðlínunnar og leiðrétta breiddarmælingar. önnur leið er sú að sneiða hjá truflunum Ióólínunnar og mæla sjálfar vegalengdirnar milli staða og verður þá Ijós þýðing hinnar nýju tækni í mælingu mikilla vegalengda. Það leiðir af óreglu lóðlínunnar, að kyrrt sjávarborð myndar ekki hinn reglulega flöt flattrar kúlu, sem annars mundi. Hið raunverulega yfirborð jarðar, miðað við stöðu sjávar, er sett víðáttumiklum hæðum og lægðum, er geta vikið allmarga metra frá hinu reglulega yfirborði. Jarðmælingar og þyngdarmælingar miða meðal annars að því að finna form þessa raunverulega yfirborðs, en til þess þarf ýtrustu nákvæmm. Enn fremur má ætla, að álfur og lönd breyti hægt og hægt um afstöðu, en eldri mæl- (22)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.