Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 24
eru nærri himinpól. Sú mæling getur orðið með nákvæmninni */10 úr bogasekúndu,
sem svarar til 3 m í legu staðarins.
Staðarákvörðun í Reykjavík fór fram um aldamótin 1900 og því fyrir tíma síma-
sambandsins. Var þá sett upp sérstök mælistöð við Skólavörðuna, en af henni stendur
ekki annað eftir en steyptur stöpull, sem hæðarmælitækið (transít) mun hafa staðið á.
Niðurstöður mælinganna eru notaðar við reikning íslenzka almanaksins, sem lengd
og breidd Reykjavfkur. Hugsanleg skekkja er talin 0.1,/ í breidd (3 m) og 0.7s í lengd
(140 m).
Miklu meiri nákvæmni í afstöðu staða má ná með þríhyrningamæUngum, þegar
ekki er um mjög miklar vegalengdir að ræða, en þeim verður ekki við komið, þegar
yfir breitt haf er að fara, og Island verður ekki tengt við önnur lönd á þennan hátt,
né heldur hefur verið um annað að ræða en venjulegar lengdar- og breiddarmælingar
til að tengja saman fjarlægar álfur.
Ýmsar ástæður eru þó til þess, að leitast er við að finna nákvæmari mæliaðferðir,
og tímaákvörðun á sólmyrkvanum 30. júní 1954, sem gerð var í Ameríku, á Islandi
og Norðurlöndum, var tilraun í þá átt. En nú hefur útvarps- eða stuttbylgjutæknin
nýlega leitt í ljós merkilega möguleika á þessu sviði, og hafa Bandaríkjamenn unnið
að því að tengja Ameríku og Evrópu yfir ísland með hinni nýju aðferð.
Aðferðin, sem táknuð er með skammstöfuninni HIRAN, er í því fólgin að mæla
tímann, sem það tekur stuttbylgjur að berast fram og til baka milli tveggja fjar-
lægra staða, sem sjónlína er þó á milli. Ef mæla á fjarlægðina milli t. d. Færeyja og
íslands, er sett upp cndurvarpsstöð í hvoru landi. Flugvél flýgur sera næst mitt á
milli staðanna í nægilegri hæð til að hafa sjónlínu til beggja stöðva. Véliu flýgur
þvert á tengilínu stöðvanna, sendir út stuttbylgjur í sífellu og tekur við þeim endur-
köstuðum og mælir tímann, sem þær voru á leiðinni. Styttsti tíminn svarar til styttstu
vegalengdar milli endastöðva. Tímamælinguna er hér hægt að gera með þvílikri feikna
nákvæmni, að skekkjan í fjarlægðinni þarf ekki að fara yfir 1—2 m.
Tvær endurvarpsstöðvar hafa verið gerðar hér á landi. önnur á Austurlandi,
til tengingar austur um haf, hin á Vestfjörðum, til tengingar við Grænland, en þrí-
hyrningamælingar Dana sumurin 1955 og ’56 eiga að tengja stöðvarnar innbyrðis.
Jafnframt hafa Danir gert venjulegar lengdar- og breiddarmælingar á fjórum stöðura
með nútíma nákvæmni, Eyrarbakka, Hjörsey, Gilsfirói og Möðrudal.
f náinni framtíð getur því orðið um að ræða miklu nákvæmari staðarákvörðun
á „Reykjavík“ en nú, en tæplega verður ástæða til að nota nýjar tölur við samningu
almanaksins nema jafnframt verði valinn varanlegur staður í borginni, sem lengd
hennar og breidd skuli framvegis miðuð við.
Nú skal aftur vikið að sérstökum erfiðleikum í sambandi við breiddina, cn þeir
koma í ljós þegar stefnt er að ýtrustu nákvæmni. Þeir eru í því fólgnir, aö fjarlægðin
milli t. d. 60. og 61. breiddargráðu er ekki alls staðar eins. Þetta stafar af því, að
lóðlínan, sem breiddin er miðuð við, eins og áöur segir, breytist ekki reglulega frá
miðjarðarlínu til póls, heldur verður hún fyrir truflunum af fjöllum eða misþéttum
jarðlögum. Með víðtækum þyngdarmælingum er hægt að kanna óreglu lóðlínunnar
og leiðrétta breiddarmælingar. önnur leið er sú að sneiða hjá truflunum Ióólínunnar
og mæla sjálfar vegalengdirnar milli staða og verður þá Ijós þýðing hinnar nýju
tækni í mælingu mikilla vegalengda.
Það leiðir af óreglu lóðlínunnar, að kyrrt sjávarborð myndar ekki hinn reglulega
flöt flattrar kúlu, sem annars mundi. Hið raunverulega yfirborð jarðar, miðað við
stöðu sjávar, er sett víðáttumiklum hæðum og lægðum, er geta vikið allmarga metra
frá hinu reglulega yfirborði. Jarðmælingar og þyngdarmælingar miða meðal annars
að því að finna form þessa raunverulega yfirborðs, en til þess þarf ýtrustu nákvæmm.
Enn fremur má ætla, að álfur og lönd breyti hægt og hægt um afstöðu, en eldri mæl-
(22)