Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 57
stáli. Glerverksmiðjan í Rvík, „Glersteypan h.f.“, tók
til starfa í ágúst. Portúgalskir sérfræðingar störfuðn
hjá verksmiSjunni. „Glerslípun og speglagerð" í Rvík
hóf framleiðslu á nýrri gerð tvöfalds glers. Nýtt fyrir-
tæki, „Gluggar h.f.“ í Rvík, hóf framleiðslu á rimla-
gluggatjöldum. Stofnað var fyrirtæki í Rvík, „Raf-
geislahitun h.f.“, til að vinna að rafgeislahitun húsa.
„Héðinn“ hélt áfram að framleiða stórar frystivélar
og hóf framleiðslu á ísvélum. Efnagerðin „Stjarna" i
Rvík jók mjög bónframleiöslu sína. Steinagerð Kópa-
vogs hóf framleiðslu á nýrri gerð holsteina. Þakpappa-
verksmiðja tók til starfa í Silfurtúni. „Steinull h.f.“ i
Hafnarfirði hóf framleiöslu á einangrunarplötum úr
steinull. Nýtt fyrirtæki í Hveragerði, „Steinagerði h.f.“,
hóf framleiðslu á nýrri gerð byggingarsteina úr möl-
uðu hraungjalli, og er liverahiti notaður við herzluna.
Skyrtugerð tók til starfa á Húsavík. Húsakostur tunnu-
verksmiðjunnar á Akureyri var bættur og vélakostur
aukinn. Fyrirtækið „íslenzkur fiskur h.f.“ á Siglu-
firði hóf framleiðslu á makkaróni og spaghetti úr fislc-
flökum og hveiti. — Islenzkir hugvitsmenn gerðu
ýmsar uppfinningar, t. d. fann Konráð Þorsteinsson
á Sauðárkróki upp nýja gerð þvottatækja.
Rókaútgáfa var mjög mikil. Stofnað var nýtt út-
gáfufélag, „Almenna bókafélagið".
Iðnaðarmálastofnun íslands gekkst fyrir rannsókn-
um á orsökum þurrafúa í skipaviði, og fannst, að
sveppar voru orsökin. Iðnaðardeild Atvinnudeildar Há-
skóla íslands vann m. a. að rannsóknum á vatni til
iðnaðarþarfa. Nokkrir erlendir sérfræðingar komu
hingað til lands á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar.
Þá fóru og allmargir íslendingar til Bandaríkjanna
fyrir milligöngu Iðnaðarmálastofnunarinnar til að
kynna sér rekstur iðnfyrirtækja o. fl.
Stofnað var félagið „íslenzk Iistiðn“ til að vinna
að eflingu íslenzks listiðnaðar. íslendingar tóku þátt
i alþjóðlegri listiðnaðarsýningu i Múnchen í mai. fs-
(55)