Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 90
kr. (árið áður 295,3 millj. kr.), óverkaður saltfiskur
fyrir 121,8 millj. kr. (árið áður 95,4 millj. kr.), saltsild
fyrir 89 millj. kr. (árið áður 55,3 millj. kr.), þurrkaður
saltfiskur fyrir 73,1 millj. kr. (árið áður 57,2 millj.
kr.), harðfiskur fyrir 60,5 millj. kr. (árið áður 124,7
millj. kr.), fiskmjöl fyrir 51,7 millj. kr. (árið áður
55,2 millj. kr.), þorskalýsi fyrir 38,5 millj. kr. (árið
áður 40 millj. kr.), karfamjöl fyrir 13,8 millj. kr. (árið
áður 11,9 millj. kr.), karfalýsi fyrir 11,3 millj. kr. (árið
áður 8,1 millj. kr.), ísfiskur fyrir 10,9 millj. kr. (árið
áður 13,4 millj. kr.), söltuð matarhrogn fyrir 7,2 millj.
kr. (árið áður 8 millj. kr.), söltuð þunnildi fyrir 7
millj. kr. (árið áður 5,3 millj. kr.), freðsíld fyrir 6
millj. kr. (árið áður 3 millj. kr.), fryst hrogn fyrir
5,6 millj. kr. (árið áður 2,7 millj. kr.), sildarlýsi fyrir
5,1 millj. kr. (árið áður 16,8 millj. kr.), fryst hvalkjöt
fyrir 4,9 millj. kr. (árið áður 3,2 millj. kr.), söltuð
beituhrogn fyrir 4,3 millj. kr. (árið áður 2,6 millj. kr.),
hvallýsi fyrir 3,7 millj. ltr. (árið áður 7,3 millj. kr.),
niðursoðinn fiskur fyrir 3,5 millj. kr. (árið áður 0,9
millj. kr.), rækjur og humar fyrir 1,3 millj. kr. (árið
áður litið), hvalmjöl fyrir 0,8 millj. kr. (árið áður
(1,6 millj. kr.), síldarmjöl fyrir 0,8 millj. kr. (árið
áður 6,3 millj. kr.), söltuð fiskroð fyrir 0,7 millj. kr.
(árið áður lítið).
Fiskiþing var haldið i Rvík í nóvember.
Verklegar framkvæmdir. Fjöldi íbúðarhúsa var
byggður í Rvík. Lokið var byggingu heilsuverndar-
stöðvar í Rvík. Enn var unnið að stækkun Elliheim-
ilisins Grundar i Rvík. í viðbyggingunni er æfinga-
stöð fyrir lömunarveikisjúldinga. Unnið var að við-
byggingu við Landsspítalann og byggingu hjúkrunar-
kvennaskóla. Hið nýja iðnskólahús í Rvik var tekið til '
afnota. Umbætur voru gerðar á húsi Miðbæjarbarna-
skólans í Rvik, og hafin var bygging barnaskóla i
smáíbúðahverfinu. Lokið var stækkun simstöðvarinn-
ar í Rvík og hafin bygging nýrrar símstöðvar í Grens-
(88)