Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 46
borið sýkla í uppskurðarsárið. Svona komast menn
næst því, að „soðinn læknir skeri soðinn sjúkling upp
i soðinni skurðstofu“, en þannig lýsti einhver fynd-
inn náungi sýkilsneyðingu (aseptik), um það bil sem
hún var að leysa sýklavarnir (antiseptik) Listers
af hólmi. En „aseptik“ nútimaskurðlækninga og
„antiseptilc“ Listers eru ekki tvennt ólíkt, heldur
greinar á sama stofni og þó öllu fremur tvö skeið
sömu þróunar, rétt eins og þegar stigin eða jafnvel
rafknúin vél tekur við af handsnúinni. Aldahvörfin
urðu ekki, þegar suðan tók við af karbólsýrunni,
heldur þegar Lister lagði i fyrsta skipti karbólsýrðar
umbúðir við opið beinbrot. Þess vegna skiptist saga
skurðlækninganna í tímabilin fyrir og eftir Lister.
En við ætlum að lita inn i eina eða tvær sjúkra-
stofur, áður en við kveðjum. Einnig þær eru hreinar,
bjartar, loftgóðar og snyrtilega um gengnar. Flestir
skurðsjúklinganna eru komnir á fætur eftir 2—3 sól-
arhringa. Dagurinn verður langur og dauflegur, séu
menn algerlega fjötraðir við rúmið, og sárið grær
engu verr, þótt líkamanum sé haldið mjúkum með
hæfilegri hreyfingu. Eftir viku eða þar um bil eru
húðsaumar teknir, og kemur þá að jafnaði í ljós, að
sárið er gróið — engin bólga, engin ígerð. Öll þau
hundruð og þúsundir karla, kvenna og barna, sem
leggjast á skurðarborðið á hverjum degi, sem guð
gefur yfir, standa í ólýsanlegri þakkarskuld við mann-
inn, sem aldahvörfin í sögu skurðlækninganna eru
við kennd.
F.inn Verðandi-mannanna íslenzku, Bertel E. Ó. Þor-
leifsson, skrifaði ritgerð i Almanak Þjóðvinafélagsins
1888 um Pasteur og Lister. Mér þykir ekki óviðeig-
andi að gera litinn kafla úr upphafi greinar hans að
niðurlagsorðum þessarar. Ég fæ ekki betur séð en þau
séu það, sem nefnt er sígildur sannleikur, og um leið
þörf hugvekja, einnig okkur, sem lítum i Almanakið
tæpum sjötíu árum síðar:
(44)