Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 48
eggjar dauðans í drepsóttum og eiturmeinum, verja
oft til þess öllum stundum alla æfi, og láta oft lífið i
baráttunni fyrir lífi annara."
Þórarinn Guðnason.
Helztu heimildir:
Rhoda Truax: Joseph Lister. Father of Modern Surgrry,
1947, Harrap, London. Douglas Guthrie: A History of
Medicine, 1945, Nelson, London. William Doolin: Way-
farers in Medicine, 1949, Heinemann, London. Henry E.
Sigerist: Grosse Árzte, 1954, J. F. Lehmanns Verlag,
Miinchen.
Árbók Islands 1955.
Árferði. Talsverðar frosthörkur voru um allt land
í janúar og febrúar. Firði lagði þá allvíða, t. d. Skerja-
fjörð og innfirði Breiðafjarðar. Vatnsskortur var
mikill víða um land á útmánuðum. Talsverður hafís
var við Vestfirði í marz. Miklir kuldar voru um land
allt fyrri hluta maímánaðar. Á Grimsstöðum á Fjöllum
var 10 stiga frost aðfaranótt 11. maí. Um miðjan mai
voru stórhríðar víða norðanlands. Tún spruttu seint,
en víða vel að lokum. Á Suður- og Vesturlandi varð
sumarið mesta óþurrkasumar i manna minnum. Hefur
aldrei mælzt jafn litið sólskin í Reykjavík á timabil-
inu júní-september, síðan sólskinsmælingar hófust þar
1923. Á Norður- og Austurlandi var um sumarið af-
bragðs tíð og miklir hitar (allt að 30 stigum). Haustið
var umhleypingasamt. í desember voru talsverðir
snjóar, bæði norðan lands og sunnan.
Bindindismál. Bláa bandið opnaði hjúkrunarstöð
fyrir áfengissjúklinga i Rvík. 22 félagasamtök stofn-
uðu landssamband gegn áfengisbölinu. Hinn 6. nóv-
ember fór fram í Vestmannaeyjum atkvæðagreiðsla
um það, hvort opna skyldi áfengisútsöluna þar á ný,
og var það fellt.
(46)