Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 40
það var ekki fyrr en löngu seinna sem Lister sann-
færðist um, að hún var óþörf.
Þegar James gamli Syme, tengdafaðir Listers, missti
heilsuna, sótti Lister um stöðu hans og fékk hana.
Lisler var að eðlisfari hæggerður maður og hlédrægur,
en iðinn og vandvirkur með afbrigðum. Sjálfur komst
hann þannig að orði, að vonandi entist sér þraut-
seigjan til uppbótar skorti þeirra glæsigáfna, sem
öðrum reyndust nauðsynlegar til góðra verka. Aldrei
tókst honum að ljúka undirbúningi fyrirlesturs fyrr
en á síðustu stundu, og varð Agnes einatt að reka á
eftir honum, þegar allt var komið í eindaga. Hún
skrifaði jafnan fyrirlestra hans og tímaritsgreinar, en
hann las fyrir. Þeim hjónum var mikið fagnaðarefni
að flytja aftur til Edinborgar, og þau sjö ár, sem hann
dvaldist þar sem prófessor í skurðlækningum, voru
á ýmsan hátt mestu hamingjudagar þeirra beggja. Eitt
skyggði þó alla tíð mjög á gleði þeirra. Þeim varð
eklci barna auðið, en í staðinn sökktu þau sér niður
í starfið, börnum annarra til blessunar og langlífis.
Embætti hans var umfangsmikið og erilsamt, og hann
vann stöðugt að endurbótum á sárameðferð sinni.
Tæpu ári eftir að hann kom til Edinborgar, var ekki
einn einasti sjúklingur með blóðeitrun eða kolbrand
í þeim fimmtíu rúmum, sem hann hafði til umráða.
En þrotlausa árvekni og stöðuga þjálfun starfsliðsins
þurfti til þess að ná svo góðum árangri.
Árið 1875 tókust þau hjónin ferð á hendur til ýmissa
borga meginlandsins. Hvort tveggja var, að þeim var
þörf á nokkurri hvíld frá störfum, og svo var Lister
forvitni á að vita, hvernig aðferð hans gæfist, þar
sem hún var um hönd höfð i fjarlægum löndum. Hann
varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta reyndist óslitin
sigur- og frægðarför, honum var hvarvetna tekið með
kostum og kynjum af starfsbræðrum, sem réttilega
litu á hann sem lærimeistara sinn og velgerðamann
sárra og sjúkra. í Leipzig, Halle, Berlín, Bonn, Miin-
(38)