Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 51
ár. Ber spruttu illa, einkum sunnanlands. Hafinn var
undirbúningur að því að koma upp grasgarði á Hvann-
eyri.
Enn kvað nokkuð að sauðfjársjúkdómum. Garna-
veikin á Austfjörðum var i rénun, en mæðiveiki varð
vart á allmörgum bæjum í Laxárdal og Hvammssveit
i Dalasýslu. Fór fram niðurskurður á fé í þessum
sveitum, og var þar alls slátrað 9000 fjár vegna mæði-
veikinnar.
Slátrað var við haustslátrun 435,300 dilkum (árið
áður 278,200) og 31,000 af fullorðnu fé (árið áður
14,200). Kjötmagn við haustslátrun varð alls um 0,800
tonn (árið áður 4,238). Meðalþungi dilka við haust-
slátrun var 14,18 kg (árið áður 14,14 kg). Við sumar-
slátrun var slátrað 15,300 fjár, og var kjötmagnið rúm-
lega 200 tonn.
Tilraunaráð búfjárræktar gerði tilraunir til að rann-
saka, hver áhrif hormónagjafir hafa á frjósemi sauð-
fjár. Voru þessar tilraunir einkum gerðar við bún-
aðarskólann á Hólum og á sauðfjárræktarbúinu á Hesti
í Borgarfirði. Á Hvanneyri voru gerðar tilraunir með
nýjar gerðir fjósbása. Gerðar voru tilraunir með ýmis
ný landbúnaðartæki, t. d. voru á Hvanneyri reyndir
tætarar af nýrri gerð, nýjar gerðir heyblásara og
ný gerð brýnsluvéla.
Leyft var að skjóta 600 hreindýr á Austurlandi eins
og árið áður.
Gærur voru fluttar út fyrir 24,8 millj. kr. (árið áður
5,3 millj. kr.), ull fyrir 14,9 millj. kr. (árið áður 9,8
millj. kr.), garnir fyrir 2,5 millj. kr. (árið áður 1,6
niillj. kr.), skinn og húðir fyrir 2,4 millj. kr. (árið
áður 1,2 millj. kr.), loðskinn fyrir 0,8 millj. kr. (árið
áður 0,6 millj. kr.). Auk þessa var nú flutt út fryst
kindakjöt fyrir 4,4 millj. kr.
Búnaðarþing kom saman í Rvik í febrúar. Aðal-
fundur stéttarsambands bænda var haldinn i Bifröst
í Mýrasýslu i september. Haldið var áfram búnaðar-
(49)