Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 41
chen, Kaupmannahöfn og París — alls staðar mætti
hann vinum og aðdáendum, og sama varð uppi á ten-
ingnum, þegar hann heimsótti starfsbræður sina vest-
an hafs. En þótt ótrúlegt megi virðast, var langt frá
þvi, að sumir landar hans kynnu að meta fagnaðar-
erindi það, sem hann boðaði. Þetta átti einkum við
um skurðlæknana í London, sein öldum saman hafði
verið háborg læknislistarinnar i brezka heiminum.
Þar sátu óslceikulir páfar á stólum sínum, vanir að
stjórna öðrum, óvanir að láta segja sér fyrir verkum,
fastheldnir á fornar venjur og miskunnarlausir í and-
stöðu sinni við nýjungar.
Niður í þessa ljónagryfju steypti Lister sér, þegar
hann sótti um prófessorsembætti við King’s College
spítalann í London. James Syme hafði eitt sinn komið
til höfuðborgarinnar þeirra erinda að taka við starfi
háskólakennara, en þegar á átti að herða, geðjaðist
honum ekki andrúmsloftið meðal stúdenta og lækna,
svo að hann axlaði sin skinn í snatri og hélt sem leið
lá norður til Edinborgar aftur. En allmiklu mun Lister
hafa verið jafnlynda-ri en tengdafaðir hans, og ekki
er vafi á því, að hann áleit skyldu sína að vinna þetta
öflugasta vígi gamla tímans, áður en starfsdagur hans
væri allur. Hvorki fyrr né síðar þurfti hann að berj-
ast fyrir hugsjón sinni af meiri festu, þolinmæði og
rósemi en á fyrstu árunum þar. Starfsbræður hans
voru á öndverðum meiði, hjúkrunarkonurnar fjand-
samlegar nýjungum hans og létu fá tækifæri ónotuð
til þess að torvelda honum starfið, en stúdentarnir
sátu eins og vargar um livert lians orð og athöfn i
Von um að geta hlegið og fengið aðra til þess að
tdæja. í ræðunni, sem hann liélt, þegar hann var
settur inn í embættið, lýsti hann tilraunum sinum með
gerla i mjólk, og þegar hann skýrði frá því, að hann
hefði beðið mjaltakonuna að þvo júgur kýrinnar fyrir
mjaltir, heyrðist ámáttlegt baul frá stúdentabekkjun-
um. Og litlu síðar kvað við önnur rödd: „Vill ekki
(39)