Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 96
millj. kr.), til Kúbu 5,2 millj. kr. (árið áður 6,1 millj.
kr.), til Egyptalands 2,7 millj. kr. (árið áður 1,7 millj.
kr.), til Sviss 2,1 millj. kr. (árið áður 2,7 millj. kr.),
til franskra nýlendna i Afríku 1,6 millj. kr. (árið áður
4,6 millj. kr.), til Belgíu 1,6 millj. kr. (árið áður 3,1
millj. kr.).
Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Andvirði inn-
flutts varnings nam 1 264,3 millj. kr. (árið áður 1130,4
millj. kr.), en andvirði útflutts varnings 847,9 millj.
kr. (árið áður 845,9 millj. kr.).
Mikilvægustu innflutningsvörur voru olíuvörur
(mest frá Sovétsambandinu), álnavara (frá Bretlandi,
Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi o. fl. löndum), bíl-
ar (einkum frá Bandarikjunum), vélar (einkum frá
Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi og Bretl.), málmar
(einkum frá Bretlandi, Bandarikjunum, Vestur-Þýzka-
landi og Tékkóslóvakíu), trjáviður (aðall. frá Sovét-
sambandinu og Finnlandi), kornvörur (einkum frá
Bandaríkjunum), sementsvörur (einkum frá Sovét-
sambandinu), ávextir (aðallega frá Bandaríkjunum,
Spáni, Ítalíu og ísrael), pappirsvörur (mest frá Finn-
landi og Bandaríkjunum), kaffi (mest frá Brasilíu),
salt (mest frá Spáni), gúmmívörur (einkum frá ítaliu)
og skófatnaður (mest frá Tékkóslóvakíu og Spáni).
Af útflutningsvörum var freðfiskur mikilvægastur.
Var liann aðallega seldur til Sovétsambandsins, Banda-
rikjanna, Tékkóslóvakiu og Austur-Þýzkalands. Aðrar
mikilvægar útflutningsvörur voru óverkaður saltfisk-
ur (einkum til Portúgals, Ítalíu og Grikklands), salt-
síld (til Finnlands, Sovétsambandsins og Sviþjóðar),
þurrkaður saltfiskur (til Brasilíu, Spánar og Kúbu),
harðfiskur (til Bretlands, Nígeríu, Hollands, Ítalíu
o. fl. landa), fiskmjöl (einkum til Vestur-Þýzkalands
og Bretlands), þorskalýsi (til Noregs, Hollands, Banda-
ríkjanna, Póllands o. fl. landa), gærur (mest til Finn-
lands), ull (mest til Bandarikjanna), karfamjöl (eink-
um til Danmerkur og Bandaríkjanna), karfalýsi (til
(94)