Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 94
hlíð, Ólafsfirði og Vopnafirði. Nokkrar jarðsímalinur
voru lagðar, m. a. frá Grímsstöðum til Vopnafjarðar.
Unnið var að vegagerð og viðhaldi vega á likan hátt
og að undanförnu. Með breytingum á vegalögunum
voru margir nýir vegir teknir í tölu þjóðvega. Margar
brýr voru byggðar á árinu. Skjálfandafljót var brúað
við Stóruvelli, og var hin nýja brú vígð 25. sept.
Unnið var að smíð nýrrar brúar á Hvítá í Árnessýslu
hjá Iðu. Hafin var bygging brúar yfir Sogið í Þrengsl-
um fyrir ofan Úlfljótsvatn. Hafin var bygging á nýrri
brú á Lagarfljóti. Meðal annarra áa, sem brúaðar voru
á árinu, voru Ásgil og Deildargil i Hálsasveit, Norð-
lingafljót í Hvítársíðu, Laugaá í Sælingsdal, Njálsgil i
Svínadal (Dalas.), Hófsá, Gljúfurá og Þorbjarnará i
Arnarfirði, Botnsá í Dýrafirði, ísafjarðará i Inndjúpi,
Vatnsdalsá (hjá Grímstungum), Svartá í Tungusveit,
Laxá í S.-Þing. (við Núpafossa), Dalsá og Sævarendaá
í Fáskrúðsfirði, Hofsá í Álftafirði, Karlsá i Lóni og
Múlakvísl í V.-Skaft.
Verzlun. Bandaríkin og Sovétsambandið voru mestu
viðskiptalönd íslendinga eins og árið áður. Andvirði
innflutts varnings frá Bandarikjunum nam 287,7 millj.
kr. (árið áður 228,8 millj. kr.), frá Sovétsambandinu
172.7 millj. kr. (árið áður 131,9 millj. kr.), frá Bret-
landi 137,6 millj. kr. (árið áður 129,3 millj. kr.), frá
Vestur-Þýzkalandi 127,7 millj. kr. (árið áður 91,1 millj.
kr.), frá Danmörku 76,1 millj. kr. (árið áður 71 millj.
kr.), frá Hollandi 56,8 millj. kr. (árið áður 34,8 millj.
kr.), frá Svíþjóð 55,7 millj. kr. (árið áður 58,2 millj.
kr.), frá Tékkóslóvakíu 51,9 millj. kr. (árið áður 30,9
millj. kr.), frá Finnlandi 42,7 millj. kr. (árið áður
83.7 millj. kr.), frá Spáni 35,8 millj. kr. (árið áður
48,3 millj. kr.), frá Noregi 30 millj. kr. (árið áður 24,2
inillj. kr.), frá Póllandi 28,3 millj. kr. (árið áður 20,6
millj. kr.), frá Austur-Þýzkalandi 26,8 millj. kr. (árið
áður 23,9 millj. kr.), frá Brasilíu 26,2 millj. kr. (árið
áður 28,4 millj. kr.), frá ítaliu 20,1 millj. kr. (árið
(92)