Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 44
Síðasta áratug ævinnar fór heilsu Listers mjög
hnignandi. Gigtin meinaði honum göngur og útivist,
heyrn og sjón tóku að bila, og sami sjúkdómurinn,
sem tók Agnesi frá honum, sótti hann að lokum sjálf-
an heim. Hann lézt 10. febrúar 1912, hálfníræður að
aldri.
V
Við miðum tímatalið við höfund kristinnar trúar
— fyrir og eftir Iírists burð. í sögu landsins eru
fyrstu stóru kapítulaskilin upphaf mannabyggðar —
fyrir og eftir landnámsöld. Hver fræðigrein á sina
sögu, ekki síður en lönd og þjóðir, og ævistarf Listers
skiptir sögu skurðlækninganna í tvennt. í upphafi
þessarar ritgerðar var leitazt við að lýsa ástandinu
á skurðspítala fyrir tíma sýklavarnanna, en undir lokin
skulum við bregða okkur inn í sómasamlega útbúið
sjúkrahús nú á dögum, litast um í skurðstofu og sjúkra-
herbergjum og anda að okkur „spítalalykt" nútímans.
Skurðstofan er sannkallað musteri hreinlætisgyðj-
unnar. Þar er allt snyrtilegt, hreint og fágað, engu
ofaukið, ekkert skran. Við sjáum þvegið gólf, vand-
Jega málaða veggi og loft, skurðarborð, handiaugar,
svæfingatæki, verkfæraborð, stóran lampa í loftinu,
ef til vill nokkrar hillur eða skápa fyrir nauðsynleg-
ustu lyf — annað ekki. Þannig biður skurðstofan að
loknu dagsverki, læst og mannlaus, næsta morguns,
þegar hjúkrunarkonurnar koma eldsnemma á vettvang
til þess að undirbúa komu sjúklings og lækna. Við
skulum læðast þar inn um áttaleytið og láta lítið fara
fyrir okkur, svo að við ónáðum starfsliðið sem minnst.
Lælcnarnir standa við handlaugarnar og þvo sér
rækilega um hendur og handleggi, allt að olnbogum,
úr sápu og rennandi vatni. Eftir 5—10 mínútna þvott
íklæðast þeir hvitum kuflum, sem hafa verið dauð-
hreinsaðir ásamt öðrum dúkum og þurrkum, sem til
þarf, í stórum gufuofnum. Á höfðinu hafa þeir hvíta
léreftshúfu, bindi eða léreftsgrímu fyrir vitum og
(42)