Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Qupperneq 21
Merkúríus og Venusi, sem ganga um sól í þrcngri baug en jörðin, er aldrei'að
«já mjög f jarri sólu (Mcrkúríus um 28° mest, Venus um 46° mest), og er afstaða þeirra
hér á eftir miðuð við hana: t>œr eru „austan við“ sól, þ. e. vinstra megin, og sjást
jafnaðarlega eftir sólsetur (eru á kveldbimni; kvcldstjörnur); eða þær cru „vestan
við“ sól, þ. e. hægra mcgin, og sjást jafnaðarlega fyrir sólarupprás (eru á morgun-
himni; morgunstjörnur). Mars, Júpíter og Satúrnus eru fjær sólu en jörðin, og stefnur
til þeirra geta myndað hvaða hom sem er við stefnuna til sólarinnar.
Síðast en ekki sízt er vísað til töflunnar á bls. 20, er sýnir um öll mánaðamót,
hvcnær sólarhringsins Vcnusi, Mars, Júpítcr og Satúrnus er að sjá í hásuðri frá Reykja-
vík. Um Venusi og Mars er líka sýnd hæð þeirra í stigum yfir sjóndeildarhring í há-
suðri á sömu tímum.
Merkúríus er lengst í austur frá sólu 23. febrúar (18°), 19. júní (25°) og 15. október
{25°), en lengst í vestur frá sólu 7. apríl (28°), 5. ágúst (19°) og 24. nóvember (20°).
23. febrúar sezt Merkúríus um 21/* st. eftir sólarlag, og 24. nóvember kemur bann
upp um 2*/3 st. fyrir sólampprás. Þessa daga og þá næstu gæti bann sézt sem björt,
rauðleit stjarna.
Venus er morgunstjama fyrri helming ársins. í ársbyrjun er hún um 44° vestan
sólar og kemur upp liðugum 4 st. fyrir sólampprás, en hæðin í suðri er aðeins rúm 8°.
1. febrúar kemur hún upp um P/j st. á undan sólu, en nær tæpra 4° hæð í suðri.
Eftir það sést hún naumast sem morgunstjarna. 22. júní gengur hún yfir á kveldhimin
og færist síðan hægt austur frá sólu. í september, októher og nóvember sezt hún
rétt um sólsetur, en seinni hluta desember hækkar hún á lofti og verður áberandi
eftir sólsetur. í árslok er hún langbjartasta stjarna á himni.
Mars er í ársbyrjun í merki höggormshaldara og mjög lágt á lofti. Færist hann
austur um merki bogmanns, steingeitar, vatnsbera, fiska, hrúts, nauts og tvíbura,
en snýr þar við 21. nóvcmber og reikar lítið eitt vestur í sama merki til ársloka.
Snemma vetrar fer hann að sjást í austri að kveldi. Hann er gagnstætt sólu 30. desember
og næst jörðu 25. desember. Um þetta leyti er hann í suðri laust eftir miðnætti, hátt á
lofti og er ein af björtustu stjörnum á himni.
Júpíter er ( merki höggormshaldara í ársbyrjun. Reikar inn í merki bogmanns, en
snýr þar við 20. upríl og reikar vestur í sama merki til 20. ágúst, cr hann snýr aftur
til austurs og reikar í sama merki til ársloka. Hæð hans í suðri er allt árið mjög lítil
eða kringum 3°.
Satúrnus er í bogmannsmerki allt árið og mjög lágt á lofti, hæðin ( suðri í kringum
4°. Er gagnstætt sólu 7. júlí.
(19)