Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1960, Qupperneq 30
Anonymous og Alcoholics Anonymous (A.A., sem hér
á landi rekur Bláa bandið), sem bj'ggist fyrst og
fremst á áhrifavaldi trúarinnar. Árangur þessarar
starfsemi hefur orðið beztur allra hinna mörgu að-
ferða, sem reyndar hafa verið til aðstoðar drykkju-
mönnum og nautnalyfjaneytendum.
Til eru svo mörg önnur lyf til hressingar, deyf-
ingar eða ölvunar, með mismunandi vægum eða sterk-
um verkunum, en vín og ópíum. Menn hafa lengi
kunnað skil á því að notfæra sér blöð og rætur
annarra jurta og sveppa í sama tilgangi. Tóbak, te-
blöð, kaffibaunir, betel og kóka, sem kókaín er unnið
úr, einnig valmúaávöxturinn, sem ópium og morfín
eru unnin úr, voru upprunalega notaðar á þeim stöð-
um, sem þær uxu villtar, en voru síðar ræktaðar.
Einna fyrstu sögulegu heimildina um ópíum er að
finna i ritum Theoprastusar, sem uppi var 300 árum
f. Kr. Hann kallaði það meconin. Skáldið Hómer,
sem uppi var á níundu öld f. Kr., getur þess einnig.
Hinn mikli svissneski læknir, Paracelsus (1493—
1541), notaði það manna fyrstur að einhverju ráði
sem læknislyf. Hann skrifaði: „Ég hef læknisdóm, er
nefnist laudanon, sem tekur fram öllu öðru, þegar
snúa skal á dauðann.“
Fyrstu valmúa- (papaver somniferum) akrarnir
voru ræktaðir í Egyptalandi og Grikklandi, en talið
er, að jurtin hafi vaxið fyrst i Mesópótamíu. Þar
settust Súmerar að 5—6 þús. árum f. Kr. í myndletri
þeirra var ópíum nefnt Hul Gil og þýddi Hul gleði
eða fögnuð. Tvær hliðar eru þó á þeim fögnuði, eins
og margar austrænar þjóðir hafa komizt að raun um.
Hjá þeim eru sálrænu áhrifin til muna sterkari en
hjá vestrænum þjóðum, hvernig sem á þvi stendur.
Austrænir menn venjast því fljótt á ópíumneyzluna
og verða þrælar ávanans. Missa þeir þá matarlvstina,
starfs- og líkamsþrekið dvinar, þeir veiklast, sýkjast
og deyja ungir eða svipta sig sjálfa lifi. Margir þeirra
(28)