Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 26
GERVITUNGL
Gervihnötturinn Echo II (Bergmál II), sem skotið var á loft í janúar
1964, mun að öllum líkindum verða áberandi á næturhimninum árið
1968. Hnöttur þessi fer umhverfís jörðu á um það bil I klst. 45 mín.
eftir braut, sem liggur aðeins 8° frá heimskautunum. Þegar hann fer
yfir Island, stefnir hann því annað hvort í norðurátt (NNA eða NNV)
eða í suðurátt (SSA eða SSV). Meðalhæð hans frá jörðu er nálægt 1000
km og getur hann því sézt í allt að því 20 mínútur í senn. Þegar hann er
hátt á lofti, er hann álíka bjartur og björtustu fastastjörnur, en í fjar-
lægð úti við sjóndeildarhring sýnist hann daufari. Skilyrði til að fylgj-
ast með hnettinum eru bezt, þegar braut hans liggur nærri dægra-
baugnum (mótum ljóss og skugga á jörðinni). Á þeim tímum sést hann
frá íslandi I svo til hverri umferð, meðan dimmt er, og hverfur aldrei
í jarðskuggann. Á öðrum tímum sést hnötturinn aðeins nokkurn hluta
úr nóttu. Getur hann þá horfið inn í jarðskuggann á himni eða birzt
skyndilega, þar sem hann kemur út úr skugganum.
Árið 1968 verða athugunarskilyrði bezt hér á landi í lok febrúar,
í byrjun september og um miðjan desember. í febrúar og september
stefnir hnötturinn til suðurs fyrir miðnætti og til norðurs eftir mið-
nætti, en í desember er stefnan til norðurs fyrir miðnætti og til suðurs
eftir miðnætti. Vegna jarðsnúningsins liggur braut gervihnattarins mun
vestar á himni í hverri umferð en í næstu umferð þar á undan.
STJÖRNUHRÖP
Tiltekna daga á ári hverju fer jörðin gegnum loftsteinastrauma og
sjást þá óvenju mörg stjörnuhröp á himni. Margir þessara strauma hafa
hlotið sérstök nöfn, sem dregin eru af heitum þeirra stjörnumerkja, er
stjörnuhröpin virðast stefna frá, og er vísað til nafnanna í svigum hér á
eftir. Árið 1968 munu stjörnuhröpin að líkindum ná hámarki dagana 4.
janúar (Kvaðrantítar), 12. ágúst (Perseítar), 16. nóvember (Leónítar)
og 13. desember (Geminítar). Minni loftsteinadrífur eru væntanlegar
kringum 22. apríl (Lýrítarj, 21. október (Óríonítar), 1.-9. nóvember
(Tárítar) og 22. desember (Úrsítar).
UM HNATTSTÖÐU, SÖLARHÆÐ OG TlMAMUN
í töflunni á næstu síðu er greind hnattstaða 40 staða á landinu auk
Reykjavíkur, tímamunur sá, sem svarar til lengdarmunarins- frá
Reykjavík og hæð sólmiðju i hásuðri á sumar-og vetrarsólstöðum.
Hnattstaðan hefur verið ákvörðuð eftir Herforingjaráðskortunum.
I almanakinu er árlega greint frá því, hvenær sól, tungl og helztu
reikistjörnur eru í hásuðri frá Reykjavík. Hvenær þetta gerist á öðrum
stöðum á Iandinu, finnst með því að nota tímamuninn, sem sýndur er í
töflunni, og bæta honum við (+) eða draga hann frá ( —) Reykjavíkur-
tímanum. Þess er þó að geta, að þegar um tunglið er að ræða er tíma-
munurinn að meðaltali 3,7% meiri en taflan sýnir. Tímamunurinn
fyrir Norðfjörð t. d. breytist þá úr —32,9 í —34,1 mín.
Dœmi: Á sumarsólstöðum er sól í hásuðri frá Reykjavík kl. 12 29.
Á Akureyri er hún þá í hásuðri kl. 12 29 — 0 15 - 12 14, og hæð hennar
þar er 47°47'. í hánorðri er sólin þá kl. 24 14 = 0 14.
Taflan sýnir, að jafnvel á nyrztu stöðum landsins (Grímsey, Rifs-
tanga) kemur sólin öll upp fyrir láréttan sjóndeildarhring á vetrar-
sólstöðum; hæð sólmiðju í suðri er þar um ein sólbreidd.
(24)