Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 126
stunda verður mismunandi. Tímakaup í dagvinnu, tímakaup
í eftirvinnu og tímakaup í næturvinnu verður það sama fyrir
alla. Geymslu tölvunnar er skipt niður í geymsluhólf, sem
eru númeruð, 0, 1, 2 o.s.frv. Hentugt er að lesa fyrst inn
tímakaupið í dagvinnu í k.rónutölu og geyma það t.d. í hólfi 50,
tímakaupið í eftirvinnu og geyma það í hólfi 51, og tíma-
kaupið í næturvinnu og geyma það í hólfi 52. Síðan er lesinn
inn fjöldi dagvinnustunda fyrsta mannsins og sú tala geymd í
geymsluhólfi 60, íjöldi eftirvinnustunda í 61 og fjöldi nætur-
vinnustunda í 62. Til að reikna út vikulaunin þarf nú að
margfalda saman töluna í geymsluhólfi 50 (tímakaupið í
dagvinnu) með tölunni í geymsluhólfi 60 (íjölda dagvinnu-
stunda) og leggja útkomuna inn í sérstakt geymsluhólf eða
sérstakan geymi, sem er tómur við byrjun útreikninganna.
Næsta skrefið er að margfalda saman töluna í geymsluhólfi
51 (tímakaup í eftirvinnu) með tölunni í geymsluhólfi 61
(fjölda eftirvinnutíma) og leggja útkomuna við það, sem í
geyminum er. Loks þarf að margfalda saman töluna, sem er
í geymsluhólfi 52 (tímakaupið í næturvinnu) og töluna, sem
er í geymsluhólfi 62 (fjölda næturvinnutíma) og leggja út-
komuna við það, sem fyrir er í geyminum. I geyminn er þá kom-
in tala, sem sýnir vikulaun mannsins, og hana má skrifa út.
Ef við viljum finna heildarvikulaun allra mannanna, flytj-
um við vikulaunin úr geyminum í sérstakt geymsluhólf, t.d.
númer 70, og síðan tæmum við geyminn, áður en við byrjum
að reikna út vikulaun næsta manns. Útreikningarnir verða
alveg þeir sömu. Við byrjum með að lesa inn fjölda dagvinnu-
stunda næsta manns í hólf 60 og þurrkum þá um leið út það,
sem þar er fyrir (fjölda dagvinnustunda fyrsta mannsins),
þar sem við höfum ekki lengur not fyrir það. Síðan lesum við
fjölda eftirvinnustunda inn í hólf 61 og fjölda næturvinnu-
stunda í hólf 62 og reiknum svo út vikulaunin eins og áður og
bætum þeirri tölu við þá, sem stendur í hólfi 70. Þannig má
halda áfram, þar til búið er að reikna út laun allra mannanna.
(124)