Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 62
Heimsóknir.
Hinn frægi júgóslafneski þjóðdansaflokkur, Frúla, hélt
sýningar í Reykjavík í janúar. Tónlistarfólk frá Munchen,
„Studio der friihen Musik“, hélt tónleika í Reykjavík í febrúar.
Fulltrúar norrænna stúdenta í viðskiptafræðum héldu fund í
Reykjavík í febrúar. Tyge Dahlgaard, fyrrverandi markaðs-
málaráðherra Danmerkur, heimsótti ísland í marz. Félög
Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum héldu fund í Reykja-
vík í marz. Var um leið haldin ritararáðstefna þessara félaga.
Hópur þýzkra blaðamanna heimsótti ísland í apríl í boði
Eimskipafélags íslands. J. Galtung, forstöðumaður alþjóð-
legu friðarrannsóknastofnunarinnar í Osló, flutti erindi í
Reykjavík í apríl. Utanríkisráðherra Búlgaríu, I. Bashev, og
frú hans komu í opinbera heimsókn til íslands í apríl. Chr.
Matras prófessor frá Færeyjum flutti fyrirlestra hér á landi í
apríl. Formenn félaga norrænna laganema héldu fund í
Reykjavík í apríl, Sverre Rostoft, iðnaðarmálaráðherra
Noregs, heimsótti ísland í maí. Herskip úr flota Atlantshafs-
bandalagsins heimsóttu ísland í maílok. Aðalfundur sam-
bands norrænna ökukennara var haldinn í Reykjavík í maílok.
Errol lávarður, fyrrverandi viðskiptamálaráðherra Breta,
heimsótti ísland i maílok. Borgarstjóri Edinborgar, Sir
Herbert A. Brechen, og frú hans heimsóttu Reykjavík um
mánaðamótin maí-júní í boði Reykjavíkurborgar. Tveir
finnskir kirkjukórar héldu tónleika hér á landi í júníbyrjun.
Dr. D. Macapagal, fyrrverandi forseti Filippseyja, heimsótti
ísland í júní. Samband kvenréttindafélaga á Norðurlöndum
hélt fund í Reykjavík í júní. Stjóm norræna búsýsluháskólans
hélt fund í Reykjavík í júní. Þing norrænna krabbameins-
sambandsins var haldið í Reykjavík í júní. Þing norrænna
brjóstholsskurðlækna var haldið í Reykjavík í júní. Fundur
norrænna heyrnarsérfræðinga var haldinn í Reykjavík í júní.
W. Binaghi, forseti Alþjóðaflugmálastofnuna.rinnar, heim-
sótti ísland í júní. N.H. Knorr, forseti Alþjóðasambands Votta
(60)