Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 123
en jarðfirð við 147 500 km, svo að tunglið fer allt frá innstu
hlutum Van Allen geislabeltanna og út fyrir segulhvolf jarðar
í hverri umferð.
Sovézku stjörnufræðitungli, Kosmos 215, var skotið á
braut 15. apríl, með jarðnánd við 260 km og jarðfirð við 425
km. Kannaði það geislun frá ungum stjörnum, bæði sýnilegt
ljós og útfjólubláa geisla. Einnig var það búið röntgengeisla-
mælum til stjarnkönnunar.
Hinn 4. júlí var eitthvert merkasta gervitungl ársins sent á
loft frá Vandenberg skotstöðinni í Kaliforníu. Var þar á ferð-
inni 265 kg þungt stjörnurannsóknatungl á vegum Bandarisku
geimrannsóknastofnunarinnar, og var hlutverk þess að kanna
útvarpsbylgjur frá vetrarbrautinni. Var tunglinu komið á
hringlaga pólbraut í 5 800 km hæð, en síðan var smám saman
lengt á fjórum risavöxnum loftnetsstöngum út frá því, unz
þær voru orðnar um 230 metra langar hver. Loftnetin taka við
langbylgjumerkjum sem berast utan úr himingeimnum, en
ná aldrei til jarðar gegnum rafhvolfið. Má vænta merkra
upplýsinga frá þessu sérstæða tungli.
16. nóvember skutu Sovétmenn upp gervitungli til rann-
sókna á orkudreifingu geimgeisla. Tunglið, sem nefnist Proton
4, vegur 17 smálestir og er þyngsta vísindatunglið, sem sett
hefur verið á loft. Braut þess hefur jarðnánd við 250 km en
jarðfirð við 460 km.
Hinn 7. desember var svo stjörnurannsóknatunglinu OAO
2 (Orbiting Astronomical Observatory) komið á braut í 770
km hæð. Tungl þetta, sem vegur 2,2 tonn, er líklega flóknasta
°g fullkomnasta vísindatungl, sem skotið hefur verið upp til
þessa. í því eru sjálfvirkir sjónaukar til könnunar á útfjólu-
bláu ljósi frá ungum stjörnum, og er hægt að beina sjónauk-
unum að vissum stjörnum með ótrúlegri nákvæmni í meira
en klukkustund í senn á meðan gervitunglið þýtur eftir braut
sinni. Getur þetta tungl framkvæmt mælingár á ljósi 700
stjarna á dag, margfalt meira en hægt hefur verið að gera á
(121)