Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 134
þróun alheimsins. í þessari miklu þróunarsögu er einn þáttur,
sem öðrum fremur vekur forvitni manna, og það er þróun
lífsins. Fram til þessa hefur þekking okkar í lífeðlisfræði orðið
að grundvallast á einu einasta dæmi, ef svo mætti segja. Allar
lífverur jarðar, frá þeim smæstu til hinna stærstu, eru að stofni
til svo eðlislíkar, að þær gætu hæglega verið af einni rót, einni
lífveru, sem kviknaði fyrir óralöngu. Endanlegar ályktanir um
eðli og uppruna lífsins verða seint dregnar af þessu eina dæmi-
Þess vegna er það, að spurningin um líf á öðrum hnöttum
skiptir vísindamenn afar miklu máli.
Hvaða horfur skyldu þá vera á því, að líf finnist í næsta ná-
grenni jarðarinnar, einhvers staðar í sólkerfmu? Ýmsir virðast
halda, að þessari spurningu hafi þegar verið svarað, og líf sé
hvergi að finna. Þetta er mesti misskilningur. Það er alls ekki
svo auðvelt að skera úr þessu með athugunum, jafnvel með
nútímatækni. Reynslan sýnir, að lífið getur svo auðveldlega
dulizt í hrikaleik hinnar dauðu náttúru. Lífið á jörðinni, í
öllum sínum myndum, er ekki nema einn tíuþúsundmilljón-
asti af efnismagni jarðarinnar. Þetta skýrir hvers vegna ljós-
myndir frá gervitunglum í nokkur hundruð kílómetra hæð
sýna bókstaflega engin merki lífs á yfirborði jarðar, þótt
vendilega sé leitað. Stjörnufræðingur á reikistjörnunni Mars,
sem búinn væri fullkomnustu tækjum sem við þekkjum, myndi
aðeins finna einn órækan vott um líf á jörðinni: sterkar og
sérkennilegar útvarpsbylgjur frá útvarps- og sjónvarpsstöðv-
um hnattarins. Mest myndi bera á sjónvarpssendingunum, en
hvort þær þættu góð sönnun fyrir vitsmunalífi, er erfitt að
segja!
Nú er rétt að taka það fram strax, að engar grunsamlegar
útvarpsbylgjur berast frá Mars. Og það er heldur ekki ætlun
mín að endurvekja gamlar hugmyndir um vitsmunalíf á Mars.
En sá möguleiki er vissulega fyrir hendi, að þar finnist líf á
lágu stigi, eða minjar um líf sem liðið er undir lok. Fyrsta
skrefið til að ganga úr skugga um þetta, er að láta sjálfvirk
(132)